Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sigmundur Ófeigsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Norðlenska
Fréttir 14. júlí 2015

Sigmundur Ófeigsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Norðlenska

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska mun láta af störfum innan tíðar samkvæmt gagnkvæmu samkomulagi. 

Stjórn félagsins mun auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra um mánaðarmótin og er undirbúningur þegar hafinn. Sigmundur mun gegna starfinu þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn.

Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Norðlenska. “Sigmundur var ráðinn inn til Norðlenska árið 2001 og hefur stýrt félaginu í gegnum mikla uppbyggingu og náð að samþætta rekstur nokkurra félaga í eitt stórt og öflugt félag. Nú er hins vegar komið að því að leiðir skilji. 

Stjórn félagsins þakkar Sigmundi fyrir gott starf. Hann hefur verið öflugur framkvæmdastjóri sem hefur ekki eingöngu sett mark á félagið heldur á geirann í heild sinni. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni.”

Sigmundur Ófeigsson “Ég stend sáttur upp úr stól framkvæmdastjóra og lít til baka með stolti eftir að hafa skapað, með sterkum hópi starfsfólks, öflugt og stórt matvælafyrirtæki. Ég vil þakka stjórn félagsins, eigendum og innleggjendum, svo og frábæru samstarfsfólki mínu fyrir gott samstarf. Ég er sannfærður um að þau munu halda áfram að gera gott félag enn betra.”

Norðlenska var stofnað á grunni Kjötiðnaðarstöð KEA árið 2000 er hún var sameinuð Kjötiðjunni á Húsavík. Í kjölfarið keypti félagið þrjár kjötvinnslur Goða hf. Á Akureyri eru höfuðstöðvar fyrirtækisins, stórgripasláturhús og kjötvinnsla, á Húsavík er sauðfjársláturhús og kjötvinnsla, á Höfn er sauðfjársláturhús og í Kópavogi er söluskrifstofa.

Eigandi Norðlenska er Búsæld, félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi. Ársvelta Norðlenska árið 2014 var um 5.200 m.kr og eru um 195 stöðugildi að meðaltali.

Skylt efni: Norðlenska

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...