Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigmar Vilhjálmsson.
Sigmar Vilhjálmsson.
Mynd / TB
Fréttir 2. júlí 2019

Sigmar Vilhjálmsson ráðinn talsmaður eggja-, kjúklinga- og svínabænda

Höfundur: Ritstjórn

Sigmar Vilhjálmsson, fyrrum eigandi Hamborgarafabrikkunnar og fjölmiðlamaður, hefur verið ráðinn talsmaður nýstofnaðs félags í eigu svínabænda, eggjabænda og kjúklingabænda. Félagið ber heitið FESK og er meginmarkmið þess að stuðla að upplýstri og ábyrgri umræðu um landbúnað á Íslandi.

FESK mun verða málsvari Félags kjúklingabænda, Félags eggjabænda og Félags svínabænda á opinberum vettvangi og koma fram fyrir hönd félagsmanna. Stofnendur FESK vonast til að starfsemi félagsins verði öflugur liðsauki í baráttu alls íslensks landbúnaðar fyrir tilveru sinni, enda samvinna og samheldni allra búgreina mikilvæg heildinni, segir í fréttatilkynningu.

„Í nútíma samfélagi er offramboð af upplýsingum og því miður eru upplýsingarnar oft harðsoðnar, stuttar og klipptar úr samhengi. Mitt hlutverk verður að létta á bændum með því að fylgjast með umræðunni og svara fyrir þá þætti sem FESK telur ekki nægilega skýra,“ segir Sigmar Vilhjálmsson.

Vill ræða um landbúnað án sleggjudóma

Hann segir mikið sótt að íslenskum landbúnaði þessa dagana og það séu margir fletir í umræðunni sem þurfi að vera skýrari. „Það er samfélagslega mikilvægt að ræða þessi mál án sleggjudóma. Landbúnaður snýst um samfélagið okkar, þjóðina, heilsu og náttúruvernd. Allt eru þetta málefni sem eru gríðarlega mikilvæg, ekki bara hér á landi, heldur allsstaðar í heiminum. Matvælaframleiðsla, lýðheilsa og sjálfbærni, eru stór þáttur í verkefnum allra stjórnvalda í heiminum. Ísland hefur ennþá sterka stöðu í þessum efnum og hana ber að verja. FESK mun leggja sitt af mörkum til að svo megi verða áfram,“ segir Sigmar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...