Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hengifoss í Fljótsdal er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Austurlandi.
Hengifoss í Fljótsdal er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Austurlandi.
Mynd / Gunnar Gunnarsson
Líf og starf 1. júlí 2022

Sífellt fleiri vilja skoða Hengifoss

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Mikil aukning ferðamanna er um svæðið í kringum Hengifoss í Fljótsdal.

Þar er teljari sem sýndi að 60% fleiri ferðalangar lögðu leið sína upp að fossinum í maímánuði sl. miðað við sama mánuð árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn.

Helgi Gíslason sveitarstjóri í Fljótsdalshreppi, segir að sumarið fyrir faraldur hafi verið eitt hið stærsta í ferðaþjónustu á svæðinu. Sumarið fari vel af stað og margir séu á ferðinni, innlendir og erlendir ferðamenn. Maímánuður var einkar góður, en þá komu um 8.000 manns að Hengifossi skv. teljaranum. Fyrra metið var í maí 2019 þegar um 5.000 ferðalangar voru þar á ferð. Verið er að gera svæðið í kringum Hengifoss betur í stakk búið til að taka við þeim fjölda sem þangað sækir. Helgi segir að á liðnum vetri hafi verið gengið frá einni nýrri göngubrú fyrir Hengifossá, neðst, og að önnur verði sett upp í sumar og verður sú ofar.

„Þá gerum við ráð fyrir að hefja framkvæmdir við nýjan göngustíg Hjarðarbólsmegin, norðan við ána, núna í sumar,“ segir hann en að þeim framkvæmdum loknum verði hægt að ganga beggja vegna ár og yfir eða í hring. „Með þessum framkvæmdum næst að stækka útivistarsvæðið til muna og dreifa umferð betur.“

Verið er að byggja þjónustuhús neðan við fossinn og segir Helgi að stefnt sé að því að ljúka uppsteypu þess á árinu en miðað er við að framkvæmdum ljúki næsta sumar.

Skylt efni: Hengifoss

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...