Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Venusvagn,
Venusvagn,
Á faglegum nótum 27. ágúst 2021

Síðsumarsblóm

Höfundur: Guðríður Helgadóttir og Ingólfur Guðnason.

Nú þegar degi er tekið að halla er kominn sá árstími að ýmsar fallegar blómjurtir skarta sínu fegursta, þeirra tími er einfaldlega kominn.

Þær hafa beðið þolinmóðar á meðan fljótsprottnari frænkur þeirra nutu sviðsljóssins og böðuðu sig í takmarkalausri aðdáun garðeigenda en hafa nú stigið kurteislega til hliðar, komnar í vetrarbúning eða að minnsta kosti farnar að undirbúa vetrardvalann. Síðsumarsplönturnar eiga nú sviðið og vonandi verður veðurfarið þeim hagstætt, þeim hentar gjarnan sólríkir og lygnir dagar enda eru sumar þeirra ansi hávaxnar og myndarlegar.

Útlaginn er ein af þessum plöntum, blómstrar sínum skærgulu og áberandi blómklukkum fram eftir haustinu, langir klasar stinga sér upp úr moldinni og draga að sér athyglina. Útlaginn er gömul og traust garðplanta á Íslandi, var reyndar mun algengari í görðum á árum áður, datt einhverra óskiljanlegra hluta vegna úr tísku en er að ná vopnum sínum aftur með auknum áhuga almennings á ræktun og blómfögrum jurtum enda fær maður mjög mikið af blómum fyrir peninginn í þessari blómviljugu plöntu. Eini ókostur útlagans er að hann er helst til frekur til plássins og kannski hentar það ekki alls staðar en þó er lítið mál að halda honum í skefjum, ef maður á skóflu og einhvern sem er til í að munda hana fyrir mann. Ekki spillir fyrir gleðinni að hægt er að klippa blómstöngla útlagans og búa til glæsilegan blómvönd ef mikið stendur til á þessum árstíma.

Fleiri glæsilegar síðsumarsplöntur

Annar góðkunningi garð­eigenda, venusvagn eða blá­hjálmur er einnig í stuði þessa dagana. Þessi harðgerða og vindþolna garðplanta hefur staðið vaktina nær allan þann tíma sem garðrækt hefur verið stunduð á Íslandi, að minnsta kosti eru til heimildir um ræktun hans frá því upp úr miðri 19. öld.

Venusvagn er eitruð planta sem gerir það að verkum að varast skyldi að blanda honum saman við matvæli, eins er heppilegt að vera í hönskum ef ætlunin er að skipta rótakerfinu eða flytja plöntuna milli staða. Engum sögum fer þó af því að íslenskir garðeigendur hafi lent í skakkaföllum þegar þeir hafa handfjatlað venusvagninn. Rétt eins og útlaginn þá getur venusvagninn orðið allt að metri á hæð en þrátt fyrir hæðina þarf ekki að styðja við plöntuna því stönglar hennar eru það sterkir og stæðilegir. Útlaginn aftur á móti gæti þurft smá stuðning á vindasömum stöðum enda þykir það aldrei þokkafullt þegar hávaxnar og glæsilegar plöntur liggja flatar í moldinni.

Skylt efni: Ræktun garðyrkja

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...