Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Seyra til uppgræðslu á Hrunamannaafrétti
Fréttir 23. maí 2016

Seyra til uppgræðslu á Hrunamannaafrétti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 2012 gerðu Hrunamannahreppur og Landgræðsla ríkisins með sér samning um tilraunaverkefni með notkun á seyru til uppgræðslu. Tilraunaverkefnið var framkvæmt innan landgræðslugirðingar fremst á Hrunamannaafrétti, þangað sem seyran var flutt og felld niður með sérstökum búnaði.

Í frétt á vef Landgræðslu ríkisins segir að verkefnið hafi staðið í þrjú ár og unnið með samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Landgræðslan fylgdist með framvindu og árangri uppgræðslunnar og gerði mælingar á gróðri haustið 2015.

Strax á fyrsta ári mátti sjá að gróðurþekja jókst þar sem seyru var dreift.  Tilraunin sýndi að seyra er góður kostur við uppgræðslu lands og nýting hennar til landbóta sé hyggilegur kostur. Höfundar skýrslunnar eru þau Sigþrúður Jónsdóttir héraðsfulltrúi og Magnús H. Jóhannsson sviðsstjóri þróunarsviðs.

Í skýrslunni kemur fram að hægt er að draga úr kostnaði við flutning á seyru með því að nýta hana í heimabyggð í stað þess að flytja hana um langan veg til urðunar. Jafnframt því sem dregið er úr kostnaði við flutning er lífrænum efnum komið aftur inn í næringarefnahringrás náttúrunnar og næringarefni úr seyrunni nýtast plöntum til vaxtar og þar með til landbóta. Í þessu liggja tækifæri fyrir sveitarfélög á Íslandi því allt of víða er land lítt gróið og ekki í ásættanlegu ástandi.

Landgræðslan mælir með því að seyra sé notuð til uppgræðslu lands að þeim skilyrðum uppfylltum að farið sé eftir reglum er varða heilbrigðisöryggi og náttúruvernd. Urðun á seyru er í raun sóun á verðmætum.


Skýrslan í heild
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...