Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórn deildar minkabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Talið frá vinstri: Hjalti Logason, Veronika Narfadóttir og Björn Harðarson formaður.
Stjórn deildar minkabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Talið frá vinstri: Hjalti Logason, Veronika Narfadóttir og Björn Harðarson formaður.
Mynd / ál
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðdýrabænda.

Einar E. Einarsson, sem var minkabóndi á Skörðugili í Skagafirði fram að síðustu áramótum, hefur látið af störfum sem formaður deildar loðdýrabænda og Sambands íslenskra loðdýrabænda. Með Birni í stjórn verða Veronika Narfadóttir frá Túni í Flóa og Hjalti Logason frá Neðri- Dal undir Eyjafjöllum.

Björn hóf minkarækt árið 2012, á þeim tíma sem mikill uppgangur var í greininni og skinnaverð hátt. Fyrstu misserin nýtti hann gömul fjárhús, en tók í notkun nýtt minkahús árið 2014 á sama tíma og verðfall varð á skinnum. Í Holti er jafnframt kúabú sem Björn segir hafa haldið minkabúinu á floti. Þrátt fyrir lágt afurðaverð sé minkarækt skemmtilegur búskapur og félagsskapur loðdýrabænda góður.

Aðspurður um fyrstu verkefnin sem formaður segir Björn nauðsynlegt að draga saman í rekstrinum á félaginu þar sem starfandi minkabændur séu orðnir fáir. Þá þurfi að finna nýjan farveg fyrir verkun skinna í haust, þar sem Einar á Skörðugili tók það verkefni að sér fyrir marga minkabændur.

Nú eru einungis sex minkabú eftir og telur Björn engar horfur á frekari fækkun eins og er. Þar sem búin séu svona fá þurfi að halda vel utan um ræktunarstarfið til að forðast skyldleikaræktun. Ekki sé lengur hægt að sækja kynbótagripi erlendis frá sem séu af sömu gæðum og íslenski stofninn eftir að minkarækt hrundi í Danmörku.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...