Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
María E. Ingvadóttir og Hrafnkell Guðnason skrifuðu undir sex milljóna króna samninginn kampakát.
María E. Ingvadóttir og Hrafnkell Guðnason skrifuðu undir sex milljóna króna samninginn kampakát.
Mynd / MHH
Fréttir 28. febrúar 2017

Sex milljónir til skógarbænda á Suðurlandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýlega var undirritaður samningur á milli Félags skógareigenda á Suðurlandi og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) um sex milljóna króna styrk til félagsins. 
 
Peningurinn verður notaður til að kanna, kortleggja og skrá hugsanlegar afurðir úr skógum á Suðurlandi, markaðsaðstæður og sölumöguleika afurða. Fjármagnið kemur úr Sóknaráætlun Suðurlands.
 
„Það er orðið brýnt að skapa grundvöll fyrir úrvinnslu þess grisjunarviðar og bolviðar sem nú þegar fellur til og mun falla til um ókomna tíð. Það er komið að því að byggja upp öfluga atvinnugrein, skógariðnaðar á Suðurlandi. Með samhentu átaki er vonast til að okkur skógarbændum á Suðurlandi takist það,“ segir María E. Ingvadóttir, formaður félagsins, og bætti því við að það ætti líka að vera markmið skógarbænda að þeir fái góðar tekjur af skógræktinni, skógarbændur eigi að geta lifað góðu lífi af tekjum af jörð sinni. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...