Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Matvælastofnun stöðvaði rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi vegna brota á velferð hrossanna.
Matvælastofnun stöðvaði rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi vegna brota á velferð hrossanna.
Mynd / Pixabay
Fréttir 30. maí 2025

Sex aðilar sektaðir eða vörslusviptir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í apríl var úrskurðað um sex íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir Matvælastofnunar á sviði eftirlits með dýravelferð og matvælaframleiðslu.

Lögð var hálfrar milljónar króna stjórnvaldssekt á fiskeldisfyrirtækið Kaldvík vegna brota á dýravelferð. Fyrirtækið vanrækti, skv. fregn Matvælastofnunar, að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum í Berufirði og aflífa þá eins og skylt er.

Sauðfjárbóndi í norðausturumdæmi vanfóðraði kindur og hafði of mikinn þéttleika á þeim. Þar sem hann taldist ekki ráða einn við búið var honum tilkynnt að MAST myndi ráða vinnumann út sauðburðinn honum til aðstoðar. Þetta yrði gert á kostnað bóndans.

Bóndi í norðvesturumdæmi var sviptur mjólkursöluleyfi 4. apríl en veitt það að nýju 10. apríl eftir endurbætur. Lagðar voru dagsektir á bóndann að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja fram bætta hópaskiptingu, fóðrun, hreinleika og brynningu í uppeldi nautgripa og einnig til að draga úr þéttleika.

Þá var nautgripabóndi í norðausturumdæmi talinn brjóta á velferð dýranna. Var fóðrun og brynningu ábótavant og einnig skjóli. Á hann voru lagðar dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja á um úrbætur.

Enn fremur var rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi stöðvaður vegna brota á velferð hrossanna. Gerð var krafa um að horuðustu hestarnir yrðu aflífaðir innan viku eða þeim ráðstafað til ábyrgra aðila sem Matvælastofnun viðurkenndi. Öðrum hrossum yrði ráðstafað til annarra innan fjögurra vikna.

Sömuleiðis var kattareigandi sviptur vörslu dýra sinna og þeim komið í fóstur. Var það kattareigandi í suðvesturumdæmi sem skildi læðu með kettlinga eina eftir á heimili sínu án fóðurs og vatns. Bannað er að skilja kettlinga yngri en 16 vikna eftir eina og án eftirlits lengur en sex klst. í senn.

Skylt efni: Mast | stjórnvaldssekt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...