Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir rafræna fyrirlestraviðburðinum Lifum betur um helgina sem verður sannkölluð heilsuhelgi heima í stofu fyrir landsmenn.
Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir rafræna fyrirlestraviðburðinum Lifum betur um helgina sem verður sannkölluð heilsuhelgi heima í stofu fyrir landsmenn.
Fréttir 30. október 2020

Setur heilsuna og umhverfið í fyrsta sæti

Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir rafræna fyrirlestraviðburðinum Lifum betur um helgina sem verður sannkölluð heilsuhelgi heima í stofu fyrir landsmenn þar sem 20 reynsluboltar fjalla um heilsu og umhverfismál. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Umhverfisstofnun, Heilsustofnun Hveragerði, Grænni byggð og Reykjavíkurborg.

„Ég hef alltaf haft áhuga á grænum og heilbrigðum lífsstíl og í tilefni af 10 ára afmæli útgáfu minnar, Í boði náttúrunnar, ákvað ég að setja upp sannkallaða heilsuhelgi heima í stofu fyrir alla landsmenn. Þetta er nýtt fyrirkomulag hér á landi og allir fyrirlesararnir eru að gefa sína vinnu í þágu málefnisins og þess vegna er hægt að halda miðaverði í lágmarki. Markmiðið er að fá fólk til að hlúa vel að sjálfu sér og umhverfinu og klára árið með stæl,“ segir Guðbjörg og bætir við:
„Það hefur sjaldan verið mikilvægara að líta inn á við og hlúa að okkur sjálfum og umhverfi okkar. Með fyrirlestrunum viljum við hjálpa fólki að koma enn sterkara til baka þegar kófinu léttir. Fyrirlestrarnir eru 20 mínútur hver og verður meðal annars fjallað um svefn, streitu, djúpslökun, heilandi garða, hugarfarið og forvarnir. Þarmaflóran verður tekin fyrir, hvernig við aukum orkuna okkar, stjórnum þyngdinni á heilbrigðan hátt og lærum að anda rétt. Á umhverfissviðinu verður fjallað um eiturefnalaus heimili, fata- og matarsóun, bætt loftgæði og hvað við getum almennt gert til að spyrna við neikvæðum umhverfisáhrifum.“

 

Sjá nánari dagskrá á www.lifumbetur.is/fyrirlesarar

 

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...