Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gýgjarhólskot 1 í Biskupstungum var afurðahæsta sauðfjárbú landsins 2017, en 285 ær voru þá á búinu og frjósemin 2,02.
Gýgjarhólskot 1 í Biskupstungum var afurðahæsta sauðfjárbú landsins 2017, en 285 ær voru þá á búinu og frjósemin 2,02.
Mynd / Gýgjarhólskot
Fréttir 8. febrúar 2018

Setti Íslandsmet með 48,1 kg eftir hverja kind

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Afurðahæsta sauðfjárbú landsins árið 2017 er bú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti 1 í Biskupstungum.
 
Var búið með 48,1 kíló eftir hverja kind þar sem fleiri en 100 ær eru á skýrslum samkvæmt niðurstöðutölum sauðfjárskýrsluhaldsins sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) heldur utan um. 
 
Afurðir Eiríks bónda í Gýgjarhólskoti munu vera Íslandsmet í afurðum frá upphafi skýrsluhalds. 
 
Næst á listanum er bú Jóns Grétarssonar og Hrefnu Hafsteinsdóttur á Hóli í Sæmundarhlíð. Voru þau að skila 40,4 kg eftir hverja kind. Munurinn á þessum búum liggur fyrst og fremst í framleiðslukerfinu, að því er fram kemur í uppgjöri Eyjólfs Ingva Bjarnasonar, ráðunautar hjá RML.  Fædd lömb á hverja kind eru heldur fleiri hjá Eiríki en lömbunum var slátrað að jafnaði 169 daga gömlum við 25 kílóa fallþunga. Hjá Jóni og Hrefnu er lömbunum slátrað að jafnaði 135 daga gömlum við 20,2 kílóa fallþunga.Vaxtarhraði lambanna er í við meiri á Hóli og afurðamunurinn liggur fyrst og fremst í aldri lambanna.
 
Mestu afurðir í einu héraði árið 2017 voru í Strandasýslu en þær reiknast 30,5 kíló sem er heldur hærra en meðaltal síðustu fimm ára. Næstir Strandamönnum koma Vestur-Húnvetningar með 29,8 kíló eftir hverja kind. Sé horft á meðalafurðir síðustu fimm ára eru aðeins fjórar sýslur sem ná meiri en 29 kílóum eftir hverja kind en auk Strandamanna og Vestur-Húnvetninga eru það Eyfirðingar og S-Þingeyingar sem skipa sér í þann flokk. 
 
Á heimasíðu RML má finna lista yfir Úrvalsbú en þau eiga það sammerkt að ná góðum árangri fyrir nokkra skýrsluhaldsþætti. Tæplega 200 bú ná þessum skilyrðum fyrir árið 2017 og hafa aldrei verið fleiri.  
 
Sjá nánar á blaðsíoðum 44 og 45 í nýju Bændablaði.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f