Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sandar, melar og áraurar teljast með ræktunarlandi að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru.
Sandar, melar og áraurar teljast með ræktunarlandi að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru.
Mynd / Skýrsla leiðbeininga um flokkun landbúnaðarlands
Fréttir 27. apríl 2021

Sérhverju sveitarfélagi gert að flokka allt ræktanlegt land

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands. Með leiðbeiningunum er lögð áhersla á að flokka land sem nýtist til ræktunar á matvælum og fóðri, með tilliti til fæðuöryggis og jarðalaga. Niðurstöður flokkunar er ætlað að nýtast sveitarfélögum sem forsendur við skipulagsákvarðanir um landnotkun við gerð aðalskipulags.

Leiðbeiningarnar voru unnar á grundvelli jarðalaga, en með breytingum á þeim í júlí síðastliðnum varð ráðherra heimilt að gefa út slíkar leiðbeiningar – um hvernig skuli flokka landbúnaðarland í aðalskipulagi, í samvinnu við yfirvöld skipulagsmála. Að gerð leiðbeininganna stendur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samstarfi við Skipulagsstofnun og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Flokkun á öllu ræktanlegu landi

Leiðbeiningunum er skipt upp í fjóra kafla. Í öðrum kafla er almennt fjallað um ræktunarland á Íslandi; útlistun á mismunandi gerðum þeirra. Í þriðja kafla er svo fjallað um mismunandi hæfni lands til ræktunar og sérstaklega fjallað um land sem hentað gæti til akuryrkju.

Fyrst er fjallað um almenn skilyrði og síðan gæði lands og jarðvegs, til fróðleiks og nánari upplýsinga. Þar eru einnig talin upp lagaleg ákvæði sem hindrað geta ræktun á landbúnaðarlandi.

Í fjórða kafla eru settar fram skilgreiningar á þeim fjórum flokkum sem leiðbeiningarnar ná til. Þar er tekið fram að gert sé ráð fyrir að sérhvert sveitarfélag flokki allt ræktanlegt land innan síns lögsagnarumdæmis. Allt ræktanlegt land er skilgreint sem land sem liggur neðan við 300 metra yfir sjó, er utan þéttbýlis, hefur ekki verið ráðstafað varanlega til annarra nota og kemur ekki til álita til ræktunar af náttúrufarslegum ástæðum – eins og ár og vötn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f