Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Sérhæft íslenskt járningamannapróf
Mynd / ál
Fréttir 16. október 2025

Sérhæft íslenskt járningamannapróf

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Í haust hófst nýtt nám við Háskólann á Hólum, sérhæft íslenskt járningamannapróf. Námið miðar að því að nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla og prófkröfur sem gilda um starfsréttindi járningamanna. Sérstök áhersla er lögð á járningar og gangtegundir íslenska hestsins.

Vantar meiri fagþekkingu

Þótt grunnatriði í hófhirðu og járningum hafi verið kennd við skólann um áratugaskeið markar námið algjör tímamót í menntun á þessu sviði við skólann. Kristján Elvar Gíslason, járningameistari skólans, og norski járningameistarinn Aksel Vibe bera hitann og þungann af kennslunni en auk þeirra koma fleiri sérfræðingar þar að. Námið spannar eitt skólaár og skiptist í lotukennslu á Hólum og fjarnám. Öll aðstaða og búnaður til kennslunnar á Hólum er fyrsta flokks eftir gagngerar umbætur á árinu. Heimastuðningurinn við framkvæmdirnar var ómetanlegur en KS styrkti skólann myndarlega.

„Námið er einungis í boði fyrir mjög vana járningamenn sem eru að lágmarki með fimm ára reynslu, enda gerðar miklar kröfur til að standast lokapróf. Þörfin fyrir fleiri fagmenntaða járningamenn með sérþekkingu á járningum ganghestakynja er mjög skýr. Þeir sem ljúka þessu námi koma einnig til með að verða okkar samstarfsaðilar og verknámskennarar í framtíðinni fyrir verklega kennslu í grunnnámi sem er í undirbúningi. Okkur vantar almennt meiri grunnþekkingu á járningu á íslenskum hrossum, bæði hérlendis og erlendis,“ segir Kristján Elvar, en hann hefur ferðast um allan heim síðustu sautján árin að járna íslensk hross.

Mennt er máttur

Íslenskum hestum erlendis fer fjölgandi og segist Elvar finna fyrir aukinni eftirspurn eftir járningamönnum með þekkingu á að járna íslensk hross.

„Mennt er máttur, það er bara þannig. Eftir útskrift hafa nemendur faglega getu til að starfa sem sérfræðingar við járningar íslenskra hesta og standast réttindakröfur sem gerir þeim kleift að járna nánast alls staðar í heiminum en víða í Evrópu er það þannig að það er bannað að vera ólærður og járna hross. Markaðurinn er alþjóðlegur og við sjáum fyrir okkur í framtíðinni að fá bæði íslenska og erlenda nemendur í námið.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...