Senn líður að hrútafundum
Á faglegum nótum 12. nóvember 2025

Senn líður að hrútafundum

Höfundur: Eyþór Einarsson, ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði RML

Gert er ráð fyrir að hrútaskráin komi úr prentun mánudaginn 17. nóvember. Að vanda verður útgáfunni fylgt eftir með kynningafundum á vegum búnaðarsambandanna víðs vegar um landið. Þótt megintilgangur fundanna sé að undirbúa jarðveginn fyrir komandi sauðfjársæðingar eru þeir jafnframt góður vettvangur til að ræða ræktunarstarfið í sauðfjárræktinni.

Hrútaskráin mun nú innihalda upplýsingar um 50 hrúta og er megnið af þeim hrútar sem ekki hafa verið áður á stöðvunum. Talsverð fjölbreytni ætti að finnast í þessum hópi. Áfram er lögð áhersla á að framrækta ARR hrútalínuna frá Þernunesi með glæsilegum lambhrútum. Sem dæmi má nefna þá eru nú yngstu afkomendur Gimsteins 21-899 sem koma á stöð komnir í fjórða ættlið frá höfðingjanum og erfðahlutdeild Gimsteins í þeim orðin 6,25%. Í skránni eru sjö hrútar arfhreinir fyrir ARR genasamsætunni og henta vel þar sem hraði innleiðingar vegur hærra heldur en að forðast of hraða skyldleikaaukningu. Tveir veturgamlir ARR hrútar koma nú inn sem valdir eru á grunni reynslu. Þá koma tveir hyrndir hrútar frá Skammadal 2 í Mýrdal sem eru fyrstu fulltrúarnir fyrir þessa nýju ARR línu sem uppgötvaðist síðastliðinn vetur. Nokkrir nýir ARR hrútar af Dalalínu verða á boðstólnum. Þá eru einnig á stöðvunum reyndir hrútar með mögulega verndandi arfgerðir sem fengu frábæra útkomu í haust, s.s. Hrókur 24-960 frá Brúnastöðum og Faldur 23-937 frá Ytri-Skógum. Spennandi litaðir hrútar eru í hópnum, s.s. Fursti 22-934 frá Sölvabakka, nýr móbíldóttur ARR hrútur, arfhreinn AHQ mórauður hrútur og ýmislegt fleira mætti nefna sem betur verður kynnt í skránni. Áfram mun atvinnuvegaráðuneytið styrkja bændur til að nota sæðingar og þannig hvetja til innleiðingar á arfgerðum sem veita vernd gegn riðuveiki.

Skylt efni: Hrútaskrá | hrútafundir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...