Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sendlingur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 11. júlí 2022

Sendlingur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Sendlingur er gæfur og félagslyndur vaðfugl. Hann er lítill, frekar dökkur, lágfættur, með stuttan háls og frekar stuttan gogg.

Hann er staðfugl og algengasti vaðfuglinn á Íslandi á veturna. Á varpstöðvum eru sendlingar hógværir, láta áreiti lítið trufla sig og halda sér sem fastast við hreiðrið. Þeir færa sig jafnvel ekki fyrr en komið er alveg upp að þeim. Varpstofninn er metinn um 15.000 varppör. Þeir verpa helst til fjalla en einnig á annesjum og hrjóstrum á láglendi. Hreiðrin eru fremur lítilfjörleg á berangri upp við steina eða þúfur. Fuglarnir skiptast á að liggja á eggjunum í fyrstu en karlfuglinn tekur síðan alfarið við og sér að mestu eða öllu leyti um uppeldi unganna. Ungarnir stoppa mjög stutt í hreiðrinu, þeir fara fljótlega á ról og geta strax byrjað að borða upp á eigin spýtur. Rétt tæplega helmingur allra sendlinga í heiminum er að finna á Íslandi, við berum því mikla ábyrgð á þessum litla vaðfugli.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...