Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Einar Magnússon frá Coca Cola og Jón Ólafsson þegar skrifað var undir nýja samninginn.
Einar Magnússon frá Coca Cola og Jón Ólafsson þegar skrifað var undir nýja samninginn.
Líf og starf 29. mars 2021

Selur vatnið út um allan heim

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Icelandic Glacial, vatnið í vatnsverksmiðju Jóns Ólafssonar í Ölfusi, er einstakt náttúrulegt lindarvatn. Það er tekið úr uppsprettu lindarvatns í Ölfusi sem á uppruna sinn fyrir meira en 5.000 árum og er varið fyrir mengun með hraunbreiðum, sem er náttúrulegur varnarveggur náttúrunnar.

Lindin framleiðir vatn sem er svo hreint að engu er bætt út í vatnið eða tekið úr því. Vatnið frá Icelandic Glacial er þess vegna einstakt því það inniheldur lítið af steinefnum og sýrustigið er 8,4pH af náttúrunnar hendi.

Í mestu mögulegu framleiðslu fyrirtækisins er tekið sem samsvarar 1% af heildarvatnsstraumi Ölfus bergvatnslindarinnar, sem annars rynni til sjávar. Icelandic Water Holdings, eigandi vörumerkisins Icelandic Glacial, og Coca-Cola European Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi) skrifuðu nýlega undir áframhaldandi samstarfssamning um dreifingu vara „Icelandic Glacial“ hér á landi og nær samningurinn nú einnig yfir nýjar vörur „Icelandic Glacial“, sem verður dreift samhliða vörutegundum Coca-Cola á Íslandi.

„Icelandic Glacial er í miklum vexti á alþjóðavettvangi en heimamarkaðurinn er okkur ekki síður mikilvægur og erum við ánægð með áframhaldandi samstarf okkar við Coca-Cola á Íslandi. Það eru spennandi tímar fram undan en von er á nýjum vörum frá okkur á næstu mánuðum sem við hlökkum til að kynna,“ sagði Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Glacial.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...