Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Selatalningin mikla
Fréttir 24. ágúst 2021

Selatalningin mikla

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Alls sáust 718 selir í selatalningunni miklu sem fram fór í ellefta skipti nú nýverið. Talningin fer fram á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. 

Alls tóku 58 sjálfboðaliðar þátt í talningunni í ár, bæði innlendir og erlendir. Sjálfboðaliðar komu frá Þýskalandi, Finnlandi, Ísrael, Bandaríkjunum, Englandi, Ítalíu, og Frakklandi ásamt góðum hópi frá Veraldarvinum, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Selaseturs. 

Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 107 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra. Þau 11 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 757 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir, eða yfir 1.000 bæði árin, en árið 2012 sáust aðeins 422 selir.  

Í ár sáust alls 718 selir, sem er meira en síðustu þrjú síðustu skipti en þó minna en árlegt meðaltal gefur til kynna. 

Góð aðsókn hefur verið að Selasetrinu en um mitt sumar voru gestir orðnir fleiri en var allt síðasta sumar. Gestir eru bæði landsmenn á faraldsfæti og erlendir ferðalangar, en einnig er töluvert um hópa sem koma á safnið.

Skylt efni: selir | selatalning

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...