Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Selalækur
Bóndinn 7. maí 2020

Selalækur

Á Selalæk hafði búið sama fjölskyldan síðan 1946 þangað til við kaupum af þeim Bjarna Jónssyni og Kristínu Bragadóttur og tökum við búinu þann 11. febrúar 2020.

Býli:  Selalækur 2.

Staðsett í sveit:  Selalækur er staðsettur á Rangárvöllum.

Ábúendur: Þorgeir Þórðarson og Sólveig Mekkin Eggertsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þorgeir og Sólveig Mekkin ásamt 4 börnum; Antonía Líf, 14 ára, Glódís Líf, 10 ára, Indíana Líf og Þór Karel sem eru bæði 7 ára og 2 hundar og slatti af köttum.

Stærð jarðar?  218 ha og þar af 90 ha ræktaðir.

Gerð bús? Mjólkurkýr og sauðfé.

Fjöldi búfjár og tegundir? 62 mjólkurkýr, 57 kvígur, 55 naut, 40 kindur og 2 hrútar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjum daginn á því að mjólka kýrnar eftir mjaltir eru svo er það nokkuð breytilegt eftir dögum og árstíma.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er nú ekkert sem er skemmtilegra en annað, þetta er svo fjölbreytt en heyskapurinn kemur samt upp í hugann þegar meður fer svona yfir störfin.
Leiðinlegast þegar gripur veikist eða drepst og þegar það bilar eitthvað í mjaltakerfinu.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það verður tíminn svolítið að leiða í ljós. Róbót er á innkaupalistanum og svo stefnum við bara á að lifa og njóta.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Mjólkurframleiðsla og svo höldum við að grænmetisrækt á Íslandi eigi gott tækifæri núna.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ab mjólk, egg og rabarbarasulta.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað folaldakjöt og með því.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar yngsta dóttirin (7 ára) á bænum spurði pabba sinn í mjöltum hvort að það kæmi nýr pungur á kúna þegar þessi pungur væri búinn, benti á júgrað á kúnni, mjög hugsi á svip.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f