Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Segja sjóðinn standa traustum fótum
Fréttir 6. júlí 2023

Segja sjóðinn standa traustum fótum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stjórn Lífeyrissjóðs bænda birti á vef sínum tilkynningu þar sem segir að tryggingafræðileg staða sjóðsins sé innan leyfilegra marka eftir ákvæðum laga um lífeyrissjóði. Sjóðurinn standi því traustum fótum.

„Í tilefni af frétt um Lífeyrissjóð bænda sem birtist í Bændablaðinu 6. júlí 2023 vill stjórn sjóðsins taka eftirfarandi fram: 

Lífeyrissjóður bænda stendur traustum fótum og tryggingafræðileg staða er innan leyfilegra marka eftir ákvæðum laga um lífeyrissjóði.

Eins og komið hefur fram í fyrri tilkynningum þá sögðu fjórir aðalmenn í stjórn Lífeyrissjóðs bænda af sér  eftir síðasta ársfund, sem haldinn var 26. maí 2023. Í kjölfar þess tóku tveir varastjórnarmenn sæti í aðalstjórn. Stjórn sjóðsins er nú skipuð Guðrúnu Lárusdóttur, formanni, Jóhanni Má Sigurbjörnssyni, varaformanni og Oddnýju Steinu Valsdóttur. Stjórnin er starfhæf og fullnægir starfsemi sjóðsins öllum viðeigandi lögum og reglum og lýtur að auki, líkt og aðrir lífeyrissjóðir, eftirliti fjármálaeftirlitsins.

Vegna afsagnanna úr stjórn hefur verið boðað til aukaársfundar sjóðsins þann 31. ágúst n.k. þar sem stjórnarkjör verður á dagskrá. Samhliða vinnur stjórn að breytingum á samþykktum sjóðsins til að skýra reglur um stjórnarkjör.

Ný stjórn sjóðsins sem kjörin verður í sumarlok mun skoða hvernig starfsemi Lífeyrissjóðs bænda verður best hagað til framtíðar með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá Lífeyrissjóði bænda.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f