Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Mynd / Bbl
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, hefur ákveðið að hætta í sveitarstjórnarmálum og því býður hún sig ekki fram í kosningunum í vor. En hver er ástæðan?

„Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það er gott að vera ekki of lengi í einu í þessu verkefni, gott að taka pásu, stíga frá og hleypa fleirum að. Já, ég segi pásu því ég get ekki lofað því að ég sé hætt til framtíðar. Það verður líka að segjast að það hefur töluverð áhrif á ákvörðunina hjá mér hvernig umræða er hjá fólki um málefnin og um þá sem eru í stjórnunarstörfum fyrir sveitarfélagið.

Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Mynd / Aðsend

Gagnrýni og uppbyggilegar samræður um þau málefni sem liggja fyrir eru nauðsynlegar og af hinu góða. Það er nauðsynlegt að geta rætt mismunandi skoðanir en sú umræða er oft ekki málefnaleg og sum hver fólki alls ekki til sóma. Til dæmis það að fá skilaboð á gamlárskvöld, þegar þú ert heima að njóta með fjölskyldunni, með hótunum varðandi málefni tengd sveitarfélaginu, hefur áhrif. Margir myndu kannski segja að þeir sem ákveða að bjóða sig fram í þetta starf verði bara að hafa breitt bak og taka svona áreiti, ég er hins vegar á því að það sé ekki í boði.

Það þarf að hafa ákveðin mörk í þessu starfi eins og öllum störfum. Þó þetta sé mjög lítill hluti af starfinu sem fer í svona leiðinlega hluti þá safnast það saman yfir árin og því taldi ég gott að taka pásu frá því.

Það er óhætt að segja að sú ákvörðun um að hætta var ekki tekin á einum degi. Skemmtilegu hlutirnir í þessu starfi eru svo þúsund sinnum fleiri heldur en þeir erfiðu,“ segir Halldóra. 

Skylt efni: Hrunamannahreppur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...