Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Sálnasafnarinn er fyrsta skáldsaga Þórs Tulinius en hann hefur áður skrifað smásögur, leikrit og leikþætti fyrir leikhús þar sem hann hefur lengi starfað bæði sem leikari og leikstjóri.

Í kynningu útgefanda segir að Sálnasafnarinn fjalli um ungan prest sem hafi þá náðargáfu að geta leyst vandamál fólks með látbragði sínu og nokkurs konar töfrum. Lesandinn er leiddur gegnum bernsku hans og reynsluheim, þar sem skýringar má finna á því hvernig hann hefur öðlast þessa sérstöku gáfu. Með tímanum þjálfi hinn ungi prestur þennan hæfileika sinn og beiti honum í prestsstarfinu, þó að stundum missi hann tökin á aðstæðum. Sagan sé um mann sem eigi í stríði við sinn eigin skugga og spurt er hvað búi á bak við rólegt og hreinlynt viðmót hans.

Útgefandi segir söguna bæði frumlega og sérstaka. Hún var upphaflega verkefni Þórs til MA-prófs í ritlist við Háskóla Íslands árið 2014 og sagði þar í ágripi að „í Sálnasafnaranum er varpað fram spurningum um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja, um ofbeldi og misnotkun valds, um kærleikann og nándina sem myndast getur á milli fólks, en verður svo auðveldlega spillt ef fyllstu virðingar er ekki gætt“.

Bókin er 278 bls., kilja, prentuð í Prentmiðlun. Bókstafur gefur út.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...