Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kristín Erlendsdóttir, ein kvennanna í stjórn Íslenska bútasaumsfélagsins saumaði pallbílinn hér á myndinni af kostgæfni.
Kristín Erlendsdóttir, ein kvennanna í stjórn Íslenska bútasaumsfélagsins saumaði pallbílinn hér á myndinni af kostgæfni.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 15. nóvember 2023

Saumum nú jólaskraut

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í stjórn Íslenska bútasaums- félagsins sitja nokkrar mætar konur, en ein þeirra, Sigrún Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, er farin að huga að jólunum.

„Þegar líður á árið er alltaf gaman að föndra eitthvað hátíðlegt til skreytinga heima við eða mögulega nota sem pakkaskraut,“ segir Sigrún. Hún bætir við að upplagt sé að spreyta sig á meðfylgjandi uppskrift enda saumaskapurinn þar bæði skemmtilegur og auðveldur, enda sé bæði hægt að sauma í vél og í höndunum.
Áhugasamir lesendur geta nú sest við sauma, og muna að hafa eftirfarandi við höndina: Fallegt efni, td. úr bómull eða filti, troð, tvinna/útsaumsgarn, skæri, nál eða saumavél, nú og svo perlur/pallíettur eða annað sem má sauma á til skreytinga.
En gefum Sigrúnu orðið:

„Byrjið á að klippa út efnið sem á að nota í verkið. Næst að sauma jólatréð saman. Ef það er gert í saumavél er best að klippa sniðið aðeins stærra en áætlað er, því það er saumað saman á röngunni og svo snúið við. Þeir sem sauma í höndunum gera það hins vegar á réttunni með tvinna eða útsaumsgarni.

Fyllið tréð léttilega með smá troði og fyrir þá sem vilja er gaman að skreyta það með perlum eða pallíettum. Skiljið eftir op neðst á trénu fyrir trjástofninn.

Stofninn má í stað efnis, vera úr einhverju öðru, hvort sem það er tréstubbur eða kanilstöng. Saumið fótinn á tréð og/eða festið með lími.

Eins er farið að með trukkinn, saumað er með vél eða í höndunum. Ef saumavél er notuð í verkið er gott að hafa opið (fyrir troðið) ofan á pallinum til þess að hægt sé að festa tréð þar við. Setjið smá troð í bílinn. Ekki gleyma að setja band í þakið á bílnum til að geta hengt hann upp.

Þegar bíllinn er kominn saman eru dekkin fest báðum megin með þræði- spori, eða hvernig sem hentar best.

Næst eru gluggastykkið og ljósið fest á sama hátt og síðast eru útlínur saumaðar á bílinn, með aftursting eins og sýnt er á myndinni
Einnig getur verið gaman að gera sína eigin útfærslu af bílnum og þá má t.d. kíkja í töluboxin, hvort leynist þar gamlar tölur sem hægt er að nota sem dekk eða ljós.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...