Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Saumastofan
Menning 27. mars 2023

Saumastofan

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Hofsóss stendur nú í æfingum á verkinu Saumastofan, skrifuðu af Kjartani Ragnarssyni í tilefni kvennafrídagsins, 24. október árið 1975.

Er verkið í raun þjóðfélagsádeila þar sem kjör kynjanna eru tekin fyrir en það ár er kallað kvennaárið, er Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að það skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna. Segir frá sex konum, starfandi á saumastofu sem ákveða að slá upp afmælisveislu og deila með viðstöddum sögum sínum á litríkan hátt. Inn í skemmtunina fléttast svo umræðan um hlutverk kvenna í samfélaginu. 

Í sýningunni eru níu leikarar á aldrinum 15 til 60 ára eða þar um bil og hefur heilt á litið gengið ótrúlega vel samkvæmt formanni félagsins, henni Fríðu Eyjólfsdóttur. Leikstjóri verksins er svo María Sigurðardóttir, en hún hefur áralanga reynslu sem leikstjóri bæði hjá hinum ýmsu áhugaleikfélögum sem og í atvinnuleikhúsi.

Sýnt verður í Höfðaborg á Hofsósi, en miðapantanir og frekari upplýsingar eru í s. 854-6737.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...