Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tilgangur sýningarinnar er að vekja áhuga fólks á saumaskap og mikilvægi þessa hluta menningararfsins.
Tilgangur sýningarinnar er að vekja áhuga fólks á saumaskap og mikilvægi þessa hluta menningararfsins.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 28. september 2022

Saumaskapur unninn með nál hafinn til vegs og virðingar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Margt verður til í kvenna höndum er nafn á sýningu í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð sem kvenfélagið Eining stendur fyrir.

Mikið af munum hafa safnast á sýningu með alls konar saumaskap, eins og dúkar, púðar, myndir, fatnaður, skólahandavinna og margt, margt fleira. „Við í Kvenfélaginu Einingu ákváðum á vorfundinum okkar að nú skyldi hefja saumaskap til vegs og virðingar og halda veglega sýningu á saumi,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður kvenfélagsins, „og við ákváðum að einskorða sýninguna við handavinnu, sem unnin er með nál.“

Prjónaðar nærbuxur ekki þægilegar

Margrét segir að þegar kvenfélagskonurnar fóru að vinna með hugmyndina sáu þær strax hversu víða nálin kemur við sögu í lífi okkar allra.  „Án nálar væru til dæmis fötin okkar sennilega öll ýmist hekluð eða prjónuð, sem er ágætt í sumum tilvikum, en prjónaðar nærbuxur væru kannski ekki svo þægilegar. Hvernig hefðu formæður okkar getað stoppað í sokka án nálar eða bara saumað sláturkeppi?“ segir Margrét hlæjandi.

„Tilgangur sýningarinnar er fyrst og fremst að reyna að vekja áhuga fólks á saumaskap og mikilvægi þess að halda í þennan hluta menningararfs okkar,“ bætir Margrét við.

Félagsheimilið Goðalandi

Sýningin verður í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð og stendur frá 24. september til 9. október. Hún er opin frá 12 til 18 laugardaga og sunnudaga. Auk þess sem tekið verður á móti hópum á virkum dögum. Aðgangur er ókeypis.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...