Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Aðalsteinn Jörgensen á heiðurinn af þessari mynd af meðlimum Tímans og vatnsins.
Aðalsteinn Jörgensen á heiðurinn af þessari mynd af meðlimum Tímans og vatnsins.
Líf og starf 6. maí 2025

Sauðir og hafrar á Íslandsmóti

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Briddssveitin sem bar sigur úr býtum í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni, sem fór fram skömmu fyrir páska, ber ljóðrænt nafn og sækir sér innblástur í höfundarverk Steins Steinar.

Briddssveitin nefnist Tíminn og vatnið og hana skipa Jón Ingþórsson, Hlynur Garðarsson, Stefán Jóhannsson, Ómar Olgeirsson, Guðmundur Snorrason og Kjartan Ásmundsson. Sveit Grant Thornton varð í öðru sæti og InfoCapital í þriðja sæti. 12 sveitir komust áfram í úrslit sem verða spiluð síðar. Var mótið allt hið skemmtilegasta og fór vel fram.

Í spili dagsins fór eitt sterkasta kvennapar illa með umsjónarmann Briddsþáttarins, sem gekk hnípinn og stigafár frá bardaganum. Þar munaði miklu um handbragð Hörpu Foldar Ingadóttur sem spilar við Maríu Haraldsdóttur Bender. Harpa virtist sjá yfir holt og hæðir þegar kom að því að landa vonlausum 3 hjörtum dobluðum.

Sagnir verða ekki tíundaðar af tillitssemi við lesendur!

En austur, vesalingurinn ég, spilaði út spaðadrottningu.

Harpa drap og spilaði laufi á gosann sem átti slaginn. Hún spilaði næst smáu hjarta að heiman, sauðurinn á vinstri hönd setti smátt og Harpa lét áttuna! Sem átti slaginn. En ekki var allt búið. Hún spilaði trompdrottningu og laufi aftur heim. Þá tígultíu. Dúkkað. En Harpa rauk upp með ás og 530 í húsi þar sem nú voru níu slagir öruggir. Hellingur af impum. Eitt núll fyrir stelpurnar sem sýndu og sönnuðu hvað aðgreinir sauðina frá höfrunum.

Skylt efni: bridds

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f