Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sauðfjárslátrun allt árið
Líf og starf 9. október 2023

Sauðfjárslátrun allt árið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í Brákarey í Borgarfirði er handverkssláturhús sem slátrar sauðfé og stórgripum árið um kring.

Eiríkur Blöndal stjórnarformaður segir haustin ekki vera sama álagspunkt og í hefðbundnum sláturhúsum. Að jafnaði er slátrað vikulega, en Eiríkur segir sláturdagana vera tvo í hverri viku núna á haustin.

Á þessum árstíma sé helsta breytingin sú að meira sé slátrað af fullorðnu fé, en utan hefðbundins sláturtíma sé aðallega slátrað gimbrum.

Mikil nýsköpun

Núna sé þar að auki meira um að slátrað sé fyrir þá bændur sem taka lambakjöt til heimanota eða til frekari vinnslu og sölu beint frá býli. Brákarey býður bændum upp á að verka kjötið eftir þeirra óskum og segir Eiríkur þar mikla fjölbreytni og nýsköpun. Allir viðskiptavinirnir láti kjötið hanga.

Hann segir ágætt verð fást fyrir ferskt kjöt, en markaðinn ekki stóran. Mikill áhugi sé meðal fagmanna í veitingageiranum að versla þeirra vörur, því þó þær séu dýrari þá sé þetta af bestu gæðum.

Ólíkt því sem venjan er, þá hefur kjötið sem Brákarey selur veitingahúsum aldrei verið fryst.

Eiríkur segir kjötið ekki fást í hefðbundnum matvöruverslunum.

Önnur sérstaða sláturhússins er sú að það er með lífræna vottun. Þar sé því hægt að slátra nautgripum frá þeim kúabúum sem eru hluti af Biobú. Þar sem hafi orðið bakslag í lífrænni vottun sauðfjárræktarinnar séu vannýtt tækifæri á því sviði. Eiríkur segir umsvif sláturhússins hafa aukist hægt og rólega. Nú sé um hundrað gimbrum slátrað mánaðarlega utan venjulegs sláturtíma og er fjöldi starfsmanna á bilinu sex til átta.

Úrgangsmál óljós

Með breytingum á lögum um förgun lífræns úrgangs segir Eiríkur mjög óljóst hvernig hlutirnir eigi að verða og hvort ríki eða sveitarfélög eigi að sjá um framkvæmdina. Enginn móttökuaðili geti tekið við úrganginum og reiknar hann með að fleiri sláturhús glími við sama vanda. Því sem á annað borð sé hent sé enn urðað.

Brákarey hafi nýlega fengið styrk til verkefnis sem miðar að því að minnka losun úrgangs. „Við erum að vinna mikið við að nota sem mest af aukaafurðunum, þannig að við hirðum mjög margt og erum komin með góða samstarfsaðila í því.“

Skylt efni: Brákarey

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...