Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sauðfjárbúum með beingreiðslur fækkaði um 53
Mynd / smh
Fréttir 20. september 2018

Sauðfjárbúum með beingreiðslur fækkaði um 53

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sauðfjárbúum sem njóta beingreiðslna og eru með virkt greiðslumark hefur fækkað á milli áranna 2016 og 2017 um 3,35%. Þá hafa þeir sem rétt eiga á beingreiðslum ekki allir innleyst þær.   
 
Samkvæmt ársskýrslu Búnaðar­stofu Matvælastofnunar þá var heildargreiðslumark, þ.e. ærgildi, 368.456,9 á árinu 2016. Það lækkaði í 366.979,7 árið 2017, eða um 1.477,2 ærgildi. Á sama tíma fækkaði búum (búsnúmerum) með virkt greiðslumark úr 1.582 í 1.529, eða um 53 sem er 3,35% fækkun.
 
 
Færri bú en meiri framleiðsla
 
Þrátt fyrir fækkun búa þá jókst heildarframleiðsla dilkakjöts milli ára um 2,34%, eða úr rúmlega 7.599 tonnum í rúmlega 8.800 tonn. Heildargreiðslur til bænda vegna framleiðslu námu rúmum 1.341,3 milljónum króna 2016 og 1.671,4 milljónum 2017. Það er aukning upp á 24,6%. Fjöldi handhafa sem fengu greitt út á dilkakjöt fækkaði úr 1.606 í 1.544, eða um -3,9%. 
 
 
Beingreiðslur eru háðar skilyrðum 
 
Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu var endurskoðuð lítillega og var endurútgefin sem reglugerð nr. 1166/2017. Ekki er um að ræða efnislegar breytingar frá fyrri reglugerð, helstu breytingar snúa að samræmingu reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1183/2017. Í því felst meðal annars fyrirkomulag greiðslna, um að heimilt sé að fresta og/eða fella niður gæðastýringargreiðslur hjá þeim framleiðendum sem standast ekki skilyrði gæðastýringar og bregðast ekki við skráðu fráviki í eftirlitsskýrslum Matvælastofnunar innan tilskilins frests.
 
Sex framleiðendur uppfylltu ekki skilyrði
 
Á árinu 2017 voru 6 framleið­endur sem uppfylltu ekki skilyrði aðildar að gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu, m.a. vegna merkinga, umhverfisþátta gæðastýringar, aðbúnaðar og meðferðar sauðfjár. Samstarfsaðili stofnunarinnar við framkvæmd gæðastýringar í sauðfjárrækt er Landgræðsla ríkisins. Hún sér um landnýtingarþátt gæðastýringar skv. samningi á milli Landgræðslunnar, Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Í því felst m.a. mat og staðfesting á gæðum beitilands umsækjenda en beitiland skal vera nýtt á sjálfbæran hátt. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...