Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Sauðfjárbændur vonsviknir
Fréttir 14. ágúst 2014

Sauðfjárbændur vonsviknir

Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir vonbrigðum með fyrstu afurðaverðskrár haustsins, sem nú hafa litið dagsins ljós frá sláturhúsi KVH og kjötafurðastöð KS. Verði verðskrár annarra sláturleyfishafa svipaðar er útlit fyrir að afurðaverð standi í stað frá því í fyrra.  Það þýðir að verð til bænda verður tæpar 600 kr/kg fyrir lambakjöt og 175 kr/kg fyrir annað kindakjöt.

„Afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda er orðið mjög lágt í alþjóðlegum samanburði. Meðalverð fyrir lambakjöt skv. nýjustu verðskrám er áþekkt og í Póllandi.  Sé það borið saman við  afurðaverð í 17 öðrum Evrópulöndum er það hærra í fjórtán þeirra (allt að 60%). Einu samanburðarlöndin þar sem verðið er lægra eru Eistland og Rúmenía. Til að nefna nokkur dæmi er verðið nú um 740 kr/kg í Bretlandi, 760 kr/kg í Danmörku og 820 kr/kg í Svíþjóð.

Sauðfjárbændur hvetja sláturleyfishafa til að sækja betur fram í markaðs- og sölustarfi fyrir lambakjöt. Allt útlit er fyrir að metfjöldi ferðamanna sæki Ísland heim í sumar og í því felast mikil tækifæri. Jafnframt hefur komið fram í fréttum að umframeftirspurn er eftir kjöti á innanlandsmarkaði, sem mæta hefur þurft með innflutningi. Íslenska lambakjötið hefur ekki verið nýtt til að fylla það tómarúm. Til að byggja greinina upp til framtíðar þarf að styrkja þennan þátt verulega í sessi og efla  erlenda markaðssókn um leið,“ segir í tilkynningu stjórnarinnar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f