Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á dögunum.
Frá Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á dögunum.
Mynd / smh
Fréttir 29. mars 2022

Sauðfjárbændur vilja samstarf allra kjötframleiðenda

Höfundur: smh

Á Búgreinaþingi deildar sauðfjár­bænda Bændasamtaka Íslands á dögunum var ein tillaga samþykkt sem lögð verður fyrir Búnaðarþing 2022. Tillagan gengur út á samstarf allra kjötframleiðenda á Íslandi.

Í tillögunni er lagt til að myndaður verði samstarfshópur allra búgreina kjötframleiðenda um innflutning, útflutning og innanlandsneyslu kjöts. Hópurinn verði skipaður þvert á búgreinar með fulltrúa frá hverri grein. Markmiðið með tillögunni er að efla samstöðu kjötframleiðenda um heildstæða markaðssetningu á íslensku kjöti og fylgjast með neyslu innanlands. Einnig að halda innflutningi innan þeirra marka sem innlend framleiðsla þolir og til að fylgjast með hvort íslenskar afurðastöðvar nýti útflutningskvóta til fulls.

Varðstaða um kjötgreinarnar

Í greinargerð með tillögunni segir að kjötframleiðendur á Íslandi séu í eðlilegri samkeppni innbyrðis en geta með sam­stöðu, þekkingarmiðlun og sam­legðar­áhrifum staðið vörð um atvinnugreinina í heild. 

„Kjötframleiðendur á Íslandi eru í eðlilegri samkeppni innbyrðis en geta með sam­stöðu, þekkingarmiðlun og sam­legðar­­áhrifum staðið vörð um atvinnu­greinina í heild,“ segir í greinargerðinni.

Búnaðarþing verður haldið á Hótel Natura 31. mars til 1. apríl næstkomandi. Eftirtaldir fulltrúar deildar sauðfjárbænda voru kosnir þar til setu:

Fulltrúar deildar sauðfjárbænda á Búnaðarþing 2022.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...