Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Grillið Hótel Sögu í Reykjavík fékk viðurkenningu sauðfjárbænda. Hafliði Halldórsson og Dominique Plédel Jónsson eru hér sitthvoru megin við fulltrúa Grillsins; þá Atla Þór Erlendsson, Denis Grbic og Sigurð Helgason.
Grillið Hótel Sögu í Reykjavík fékk viðurkenningu sauðfjárbænda. Hafliði Halldórsson og Dominique Plédel Jónsson eru hér sitthvoru megin við fulltrúa Grillsins; þá Atla Þór Erlendsson, Denis Grbic og Sigurð Helgason.
Mynd / HKr.
Fréttir 26. apríl 2017

Sauðfjárbændur veita veitingastöðum viðurkenningu

Höfundur: HKr.
Föstudaginn 31. mars veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenska lambakjötið fyrir erlendum ferðamönnum. 
 
Þetta er í fyrsta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar. Þriggja manna dómnefnd var skipuð þeim Hafliða Halldórssyni matreiðslumanni, sem var formaður nefndarinnar, Sigurlaugu M. Jónasdóttur, útvarpskonu hjá RÚV, og Dominique Plédel Jónsson hjá SlowFood Reykjavík. Hún valdi úr þá staði sem hljóta viðurkenningu að þessu sinni. Áætlað er að þetta verði árviss viðburður.  
 
Viðurkenningarathöfn fór fram í Bændahöllinni við Hagatorg og hlutu eftirfarin veitingahús viðurkenningu:
 
  • Lamb-Inn í Eyjafjarðarsveit.
  • Hótel Smyrlabjörg í Suðursveit.
  • Fiskfélagið Reykjavík.
  • Fiskmarkaðurinn, Reykjavík. 
  • Íslenski barinn Ingólfsstræti, Reykjavík.
  • Gallery restaurant Hótel Holti, Reykjavík.
  • Grillið Hótel Sögu, Reykjavík.
  • Matur og Drykkur, Reykjavík.
  • Smurstöðin í Hörpu í Reykjavík.
  • Vox Hilton Hótel, Reykjavík
 
Yfir 60 íslenskir veitingastaðir eru samstarfsaðilar bænda í verkefninu Icelandic Lamb og setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vonum og sala á lambakjöti hjá samstarfsstöðunum hefur aukist verulega samhliða samvinnunni. 
 
Þetta er hluti af stærra verkefni undir yfirskriftinni „Aukið virði sauðfjárafurða“. Auk veitingar viðurkenningar fór fram við sama tækifæri staðfesting undirskrifta tveggja samstarfssamninga. Það var við Íslandshótel og annar við eignartengd fyrirtæki undir nöfnunum Apótekið, Sushi Sosial, Tapas barinn og Sæta svínið. Alls falla undir þessa tvo nýju samninga um 20 veitingastaðir sem munu leggja áherslu á lambakjöt á sínum matseðlum.
 
Þessa má geta að meðal fjölbreyttra léttra veitinga úr sauðfjárafurðum sem veittar voru við þetta tækifæri var lambabacon sem vakti mikla lukku meðal viðstaddra. 

6 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...