Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sauðfjárbændur fresta auka aðalfundi
Mynd / BBL
Fréttir 25. ágúst 2017

Sauðfjárbændur fresta auka aðalfundi

Fyrirhuguðum aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), sem halda átti í dag, hefur verið frestað þangað til boðaðar tillögur stjórnvalda að lausn vanda sauðfjárbænda liggja fyrir.

Á vef samtakanna kemur fram að boðun á auka aðalfundinum hafi verið í ljósi upplýsinga úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þess efnis að endanlegar útfærslur á þeirra tillögum yrðu tilbúnar í olok þessarar viku þannig að hægt yrði að kynna þær á auka aðalfundinum. 

Þar kemur einnig fram að LS hafi verið í viðræðum við stjórnvöld frá því í mars um stöðu greinarinnar og yfirvofandi verðfall til bænda. Í þeim viðræðum hafi LS ásamt Bændasamtökum Íslands lagt fram heildstæðar tillögur að lausn vandans sem miða að því að koma í veg fyrir hrun í sauðfjárbúskap á Íslandi og styrkja greinina til framtíðar. 

„Á miðvikudag bárust hins vegar þau skilaboð frá atvinnuvegaráðuneytinu að tillögurnar yrðu ekki tilbúnar fyrr en um miðja næstu viku og því ekki hægt að kynna þær á fundinum. Það var því ljóst að boðaður auka aðalfundur á föstudag myndi ekki geta tekið afstöðu til tillagna stjórnvalda og því hefur verið ákveðið að fresta auka aðalfundi þar til boðaðar tillögur liggja fyrir.

Tillögurnar eins og þær hafa verið kynntar LS eru spor í rétta átt en samtökin telja þær ekki ganga nógu langt til að leysa vandann eins og þær líta út í dag.  Sauðfjárbændur hafa fundið fyrir auknum skilningi undanfarna daga og ljóst er að margir hafa áhyggjur af stöðu greinarinnar, meðal annars hafa margar sveitarstjórnir ályktað um málið og fjölmiðlar sýna því vaxandi áhuga.  Enn skortir þó á skilning stjórnvalda  til þess  aðgerðirnar sem ráðast þarf í hafi þann styrk að leysa málið til frambúðar.  Það þarf að breytast,“ segir á vef LS.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...