Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. september 2016

Sauðfjárbændum verði tryggt viðunandi verð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir þungum áhyggjum vegna boðaðra lækkana á afurðaverði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð.
 
 Í ályktun sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í liðinni viku segir að gangi þau áform eftir muni afleiðingarnar verða ófyrirsjáanlegar og mikið högg fyrir sveitir landsins. Sveitarstjórn skorar á alla hlutaðeigandi að leita allra leiða til að tryggja sauðfjárbændum ásættanlegt verð fyrir afurðir sínar og koma í veg fyrir hrun sauðfjárræktar í landinu.
 
Tekjutap upp á allt að 650 milljónir
 
Í ályktuninni segir að ef boðaðar verðlækkanir gangi eftir og 10–12% verðlækkun verði hjá öllum sláturleyfishöfum þá megi ætla að tekjutap sauðfjárræktarinnar í landinu verði á bilinu 600–650 milljónir króna, en það samsvari því að um 70 þúsund lömb drepist úti í haganum. Því sé hætt við að margir bændur muni að óbreyttu bregða búi, ekki síst yngstu bændurnir, sem muni valda starfsgreininni miklum skaða um ókomna tíð.
 
Ósanngjarnt að velta hækkunum alfarið yfir á bændur
 
„Sala á dilkakjöti á innanlandsmarkaði hefur gengið vel síðustu misserin og birgðastaða hjá sláturleyfishöfum nú í upphafi sláturtíðar er ekki óeðlilega mikil. Einnig hefur komið fram í skoðanakönnunum að íslenskir neytendur eru mjög jákvæðir gagnvart íslenskri landbúnaðarframleiðslu. Má því ætla að möguleikar séu til hækkana til smásöluaðila. Það verður því að teljast ósanngirni að velta kostnaðarhækkunum hjá sláturleyfishöfum alfarið yfir á bændur sem eru fyrir ein tekjulægsta starfsgrein landsins,“ segir í ályktun sveitarstjórnar Húnavatnshrepps. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...