Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sauðfjárafurðir
Fréttir 29. ágúst 2023

Sauðfjárafurðir

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson
Framleiðsla á dilkakjöti

Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn. Árið 2017 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 9.206 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðsla dregist saman um nær 1.986 tonn, eða 22%. Yfir sama tímabil hefur sauðfé fækkað um 108.000 vetrarfóðraðar ær, eða 23%.

Afurðaverð

Reiknað afurðaverð fyrir haustið 2023 er 891 kr/kg sem er hækkun um 19% milli ára. Árið 2017 varð algjört hrun í afurðaverði og afkomu sauðfjárbúa. Sú hækkun afurðaverðs sem orðið hefur frá árinu 2017 gerir lítið annað en að leiðrétta þá stöðu.

Sala innanlands

Í lok júní 2023 var uppsöfnuð 12 mánaða sala 6.078 tonn af dilkakjöti, sem er nánast sama magn yfir sama tímabil árið áður. Samdráttur í sölu sem varð árið 2021, vegna Covid-19, er nú að mestu gengin til baka. Birgðir af kindakjöti eru í sögulegu lágmarki og allar líkur á því að sala hefði orðið meiri ef framboð væri nægt.

Útflutningur

Heildarútflutingur árið 2022 var 3.108 tonn, eða nánast sama magn og flutt var út árið áður. Frá áramótum hafa verið flutt út um 739 tonn fyrir um 1.052 milljónir. Meðalverð fyrir þennan útflutning er um 1.052 kr/kg. Meðalverð útflutnings hefur farið hækkandi undanfarin ár. Árið 2021 var meðalverðið 791 kr/kg og árið 2022 865 kr/kg. Verð á heimsmarkaði hefur lækkað nokkuð að undanförnu, en þó ekki þannig að hækkunin sem varð 2021 hafi að fullu gengið til baka. Á þessu árið er því spáð að verð haldist áfram há enda spáð aukinni eftirspurn en á sama tíma samdrætti í framleiðslu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...