Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Fréttir 9. október 2025

Sauðfé tekið af bónda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Unnið hefur verið að því að taka sauðfé úr vörslu bónda á Hjaltastaðaþinghá vegna slæmrar umgengni. Í byrjun vikunnar fór fjölmennt lið á vegum Matvælastofnunar (MAST) að smala kindunum úr haga.

Ákveðið var í sumar að vörslusvipta bóndann og grípa til aðgerða eftir ítrekaðar ábendingar þess efnis að umhirða í kringum sauðféð væri slæm. Austurfrétt greindi fyrst frá, en fréttastofa RÚV hefur jafnframt tekið málið til umfjöllunar.

Samkvæmt heimildum Austurfréttar var lögregla höfð til taks á meðan aðgerðir stóðu yfir þar sem samskipti bóndans við starfsmenn MAST hafa verið stirð. Féð verður flutt á öruggan stað á meðan ákveðið verður hvað verður sent í sláturhús og hvaða gripir geta fengið að lifa hjá öðrum bændum.

Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir í samtali ekki geta tjáð sig um einstaka mál, en staðfestir hins vegar að aðgerðirnar sem greint var frá í Austurfrétt og RÚV hefðu átt sér stað.

Hvað varðar vörslusviptingar almennt segir Hrönn þær alltaf eiga einhvern aðdraganda, sem getur verið lengri eða skemmri. Þá sé ástand dýranna talið svo slæmt að það ógni heilsu þeirra eða lífi að vera áfram við sama aðbúnað.

„Aðferðir Matvælastofnunar byggja á stjórnsýslulögum, þannig að við beitum fyrst vægasta úrræðinu, sem mögulega leiðir til úrbóta. Ef það virkar ekki förum við að þyngja í aðgerðum okkar. Ef ekkert annað bítur er vörslusvipting á búfé síðasta úrræðið sem við beitum,“ segir Hrönn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...