Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vestmannaeyjabær uppfærði gjaldskrá fyrir afskipti af lausagöngufé í vor. Mynd tekin í Heimaey.
Vestmannaeyjabær uppfærði gjaldskrá fyrir afskipti af lausagöngufé í vor. Mynd tekin í Heimaey.
Mynd / ghp
Fréttir 31. ágúst 2023

Sauðfé sleppur út fyrir girðingar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Vestmannaeyjabær hefur ekki enn gripið til gjaldheimtu vegna afskipta af lausagöngufé. Sauðfé hefur þó reglulega komist út úr beitarhólfum í sumar.

Sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti uppfærða gjaldskrá fyrir handsömun eða afskipti af lausagöngufé í byrjun sumars. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, segir ástandið hafa lagast eftir að verðskráin var hækkuð, þó enn sleppi fé út fyrir þau svæði sem þeim er ætlað.

Brynjar segir að til fjölda ára hafi lausaganga á sauðfé verið til vandræða, sérstaklega á syðri hluta Heimaeyjar, þar sem byggðin er dreifðari. Í sumar voru tilfelli þar sem sauðfé gekk laust í þéttbýlinu. Umræða um þessi mál hefur verið hávær í bæjarfélaginu í undanfarið. Brynjar segir þessi mál vera viðkvæm og því hefur sveitarfélagið ekki enn rukkað viðkomandi búfjáreigendur fyrir afskipti af fénu.

Brynjar segir að þónokkrir aðilar séu með sauðfé í Heimaey og telur hann að lausagönguféð komi frá litlum hluta búfjáreigendanna. Samkvæmt matvælaráðuneytinu voru 172 vetrarfóðraðar kindur skráðar í Vestmannaeyjum síðastliðið haust. Í þeim tölum er ekki tekið sérstaklega fram hversu stór hluti er í Heimaey eða í úteyjunum.

Samkvæmt Brynjari hefur verið unnið að endurbótum á girðingum í sumar og er ástandið að færast í rétta átt. Vinsæll göngustígur liggur hins vegar í gegnum eina girðinguna og sleppur fé gjarnan út þegar fólk lokar ekki hliðum. Í ljósi þessa segir Brynjar að ekki sé hægt að skella skuldinni á búfjáreigendurna í öllum tilfellum.

Skylt efni: lausaganga sauðfjár

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...