Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
MAST hefur gert kröfu um að ábúendur á sauðfjárbúi í Þverárhlíð ráði til sín þrjá starfsmenn til að tryggja velferð. Mynd tengist frétt ekki beint.
MAST hefur gert kröfu um að ábúendur á sauðfjárbúi í Þverárhlíð ráði til sín þrjá starfsmenn til að tryggja velferð. Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd / ál
Fréttir 5. júní 2024

Sauðfé fækkað í haust

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun hefur samið við bændur á sauðfjárbúi í Þverárhlíð í Borgarfirði um að fækka fénu niður í nokkra tugi.

Mikil umræða hefur verið um sauðfjárhald á umræddum bæ í Þverárhlíð undanfarin misseri þar sem vakin hefur verið athygli á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum að aðbúnaður dýranna sé ekki til fyrirmyndar. Aðkoma Matvælastofnunar (MAST) hefur verið gagnrýnd og stofnunin vænd um að sinna ekki skyldum sínum. Af því tilefni sendi MAST frá sér fréttatilkynningu þar sem tekið er fram að stofnunin fylgist vel með málinu og fari starfsmenn oft í eftirlit til að fylgja eftir kröfum um úrbætur.

Þar segir að séð sé til þess að kindurnar fái nægt fóður og heilnæmt vatn. Jafnframt séu lömbin merkt, ám og lömbum gefin ormalyf og lömb meðhöndluð við skitu ef þörf er á. Þá sé féð fært í annað hólf að því loknu. Stofnunin hefur gert kröfu um að ábúendur ráði til sín þrjá starfsmenn til að tryggja velferð dýranna. Jafnframt hafa ábúendur samþykkt með skriflegum hætti kröfu MAST um að fækka fénu niður í nokkra tugi í haust.

Skylt efni: Þverárhlíð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...