Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Lárus Á. Hannesson, formaður Landssambands hestamanna.
Lárus Á. Hannesson, formaður Landssambands hestamanna.
Fréttir 2. desember 2014

Sáttarhugur í mönnum að sögn nýs formanns

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverðar deilur hafa verið innan Landssambands hestamanna vegna staðarvals fyrir næsta landsmót. Deilurnar enduðu með því að Haraldur Þórarinsson sagði af sér formennsku í landsambandinu á stormasömu landsþingi þess. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um staðsetningu næsta landsmóts.

Lárus Á. Hannesson, sem var kostinn formaður Landssambands hestamanna á framhaldsaðalfundi sambandsins fyrir skömmu, sagði í samtali við Bændablaðið að hann teldi vera sáttarhug í mönnum. „Ég á ekki von á öðru en að landssambandið eigi eftir að vinna sig út úr þessum erfiðleikum enda ekki farsælt fyrir nokkurn mann eða félag innan sambandsins að standa í deilum.“

Deilur um staðsetningu

Forsaga málsins er að Stjórn LH hafði ákveðið að hefja samningaviðræður við Gullhyl ehf., félag hestamannafélaga í Skagafirði, um að halda landsmótið árið 2016. Í byrjun október var samþykkt að draga þá ákvörðun til baka og ganga til samninga við hestamannafélagið Sprett í Kópavogi og Garðabæ um að halda mótið. Einnig hafði stjórn ákveðið að ganga til viðræðna við Fák í Reykjavík um að halda Landsmót árið 2018.

Skagfirðingum var tilkynnt um breytingar fáum dögum fyrir landsþing. Þeir lögðu á þinginu fram tillögu þess efnis að stjórn LH myndi draga til baka þá ákvörðun sína að halda ekki landsmót á Vindheimamelum árið 2016. Tillagan var samþykkt.

Í kjölfar þess sagði formaður stjórnar Landssambands hestamanna af sér og ný stjórn var kosin í kjölfarið.

Ákvörðun um staðsetningu óviss

Lárus segir að ekki sé enn búið að taka ákvörðun um hvar næsta landsmót verði haldið. „Við munum funda um málið á næstunni og í framhaldi af því hefst vinna við að finna landsmótinu staðsetningu. Nýja stjórnin er að skoða stöðuna og hvaða hugmyndir eru á lofti.“

Aðspurður segist Lárus ekki vilja gefa upp hvar hann persónulega vill halda næsta Landsmót hestamanna.

„Landsmót hestamanna er stórviðburður og endalausar hugmyndir um hvernig fyrirkomulag þess á að vera. Mótin eru þess vegna í stanslausri þróun og svo verður áfram um ókomna tíð,“ segir Lárus Á. Hannesson, formaður Landssambands hestamanna.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...