Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sandlóa.
Sandlóa.
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðlóuna, ættu allir að þekkja. Sandlóa er fremur lítil og er með minnstu vaðfuglum sem finnast hérna. Ólíkt öðrum vaðfuglum þá er hún með fremur stutt nef og stutta fætur. Hún sækir líka meira í þurrlendi en aðrir vaðfuglar. Sandlóur eru nokkuð félagslyndar utan varptíma og sjást gjarnan nokkrar saman. En þegar að varpinu kemur þá helga þær sér óðul og verpa pörin stök. Hún verpir víða um land allt, algengust við sjóinn en finnst einnig á melum og áreyrum inn til landsins. Eins og nafnið gefur til kynna þá heldur hún sig einkum á sendnu landi. Hreiðrið er fremur fábrotið, jafnvel bara smá dæld í sandi eða möl. Sandlóa er að öllu leyti farfugl og eru vetrarstöðvarnar á Bretlandseyjum, í Vestur- og Suðvestur-Evrópu.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...