Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sæbjúga
Sæbjúga
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjórn sandkola og hryggleysingja. Frumvarpið er stjórnarfrumvarp lagt fram af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.

Landssamband smábátaeigenda veitti umsögn um frumvarpið og hefur fundað með atvinnuveganefnd. Í umsögn LS er meðal annars vakin athygli á að veiðum á sandkola hefur á aðalveiðisvæði hans verið stjórnað með aflamarki frá 1. september 1997. Segja má að stofninn hafi hrunið á undanförnum árum þrátt fyrir að heildarafli hafi ekki farið umfram ráðgjöf. Fiskveiðiárið 2003/2004 var heimilt að veiða 7.000 tonn en nú er leyfilegur afli 319 tonn.

Veiðist mest í dragnót

Í umsögninni benti LS á að nánast allur sandkoli veiddist í dragnót og því óþarft að aflamark næði til annarra veiðarfæra. Í þau væri sandkoli sem meðafli og ætti að vera það áfram.

Hryggleysingjar

LS leggur til að veiðistjórn á hryggleysingjum verði svæðis­bundin, enda flest kvikindin með litla hreyfigetu. Veiðileyfi verði gefin út til ákveðinna svæða, þannig ætti hver og ein útgerð hægara með að stjórna veiðunum með sjálfbærni að leiðarljósi.

Í umsögn LS var sérstaklega vakin athygli á samþykkt aða­l­fundar 2021 um sæbjúgu.


„Aðal­fund­ur LS lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun sæbjúgna­veiða og vill að áhrif þeirra á botndýr, botn og búsvæði fiska verði rannsökuð hið fyrsta. Telur fund­urinn að áhrif veiðanna séu geysileg þar sem sífellt stærri og öflugri skip eru notuð til veiðanna, t.d. er lágmarksþyngd sæbjúgna­plógs eitt tonn.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f