Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Samvinna um matarhátíð í Hörpu
Fréttir 11. febrúar 2014

Samvinna um matarhátíð í Hörpu

Það verður líf og fjör í Hörpu laugardaginn 1. mars næstkomandi, en þá verður haldin sannkölluð matarhátíð í þessu stærsta félagsheimili Íslendinga.
Bændasamtök Íslands munu setja Búnaðarþing með formlegum hætti í hádeginu í salnum Silfurbergi við hátíðlega athöfn. Landbúnaðarverðlaunin verða afhent og gestum boðið upp á ferska hádegishressingu. Allir eru velkomnir á setningarathöfnina, en að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á að bjóða starfsfólki í fyrirtækjum sem tengjast landbúnaði að samgleðjast með bændum þennan dag.
Á sunnudaginn hefjast hefð­bundin þingstörf Búnaðarþings á Hótel Sögu, en áætlað er að þingið standi fram til þriðjudagsins 4. mars.

Kokkakeppni Food & Fun

Eftir setningarathöfn Búnaðarþings verður kokkakeppni Food & Fun í Norðurljósasalnum, þar sem fólk getur fylgst með matreiðslumönnum etja kappi í sínu fagi. Jón Haukur Baldvinsson, verkefnisstjóri Food & Fun, lofar góðri stemningu á kokkakeppninni. „Á sama tíma verða sextán veitingahús, sem taka þátt í Food & Fun, með matarkynningar og bjóða gestum að bragða á fjölbreyttum réttum. Það verða tónlistaratriði og við munum svo sannarlega endurspegla þá jákvæðu heildarupplifun sem fylgir Food & Fun.“
Unnið er að því að fá afurðafyrirtæki bænda og vélasala til þess að leggja hátíðinni lið og sýna hvað þau hafa upp á að bjóða. Grillvagn sauðfjárbænda verður fyrir utan Hörpuna ásamt hamborgarabílnum Tuddanum úr Kjósinni.

Vonast eftir þúsundum gesta á matarmarkað

Ljúfmetisverslunin Búrið heldur víðfrægan matarmarkað í Hörpunni á sama tíma og Búnaðarþing og Food & Fun. Jólamarkaður Búrsins sló eftirminnilega í gegn í desember þegar 16 þúsund gestir streymdu í húsið til að kaupa sér mat beint frá frumframleiðendum. Eirný Sigurðardóttir, sem stýrir markaðnum ásamt Hlédísi Sveinsdóttur, á von á mörgum viðskiptavinum, en markaðurinn verður haldinn bæði á laugardag og sunnudag. „Það er mikil eftirspurn hjá neytendum að koma á matarmarkaði þar sem framleiðendum og vörunum þeirra er hampað með þessum hætti. Það sem mig langar að sýna er rjóminn í íslenskri matvælaframleiðslu og þarna geta neytendur hitt framleiðendur milliliðalaust.“ Eirný segir að stór hópur komi að markaðnum og fjölbreyttur matur verði í boði, til dæmis súkkulaði, mjólkurvörur frá Örnu, nautakjöt, karamellur, sultur, svínakjöt og ótalmargt fleira./TB

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f