Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stjórn Samtaka ungra bænda. Steinþór Logi Arnarsson, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Guðmundur Bjarnason.
Stjórn Samtaka ungra bænda. Steinþór Logi Arnarsson, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Guðmundur Bjarnason.
Mynd / SUB
Fréttir 22. janúar 2019

Samtök ungra bænda vilja innlausnarmarkað í mjólkurframleiðslu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Samtök ungra bænda héldu aðalfund sinn á Öngulsstöðum í Eyjafirði um liðna helgi. Á fundinum var samþykkt stefnumótun samtakanna til næstu fimm ára sem verður kynnt á næstu misserum. Á dagskrá fundarins voru meðal annars ályktanir um afstöðu samtakanna til framleiðslustýringar í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu.

Vilja áfram framleiðslustýringu

Fundurinn telur að hagsmunum ungra bænda í mjólkurframleiðslu sé best varið með því að viðhalda framleiðslustýringu í greininni. Vísað var í tilvonandi atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfis í mjólk og því beint til stjórna Bændasamtakanna og Landssambands kúabænda að ef greiðslumark verði kosið áfram þá verði settur á endurbættur innlausnarmarkaður með útgefnu verði sem yrði tvöfalt afurðarverð. Ungir bændur leggja áherslu á að nýliðar verði áfram í forgangshópi að greiðslumarki.

Fagna tilkomu markaðs með greiðslumark í sauðfé

Í ályktun í tengslum við efni endurskoðaðs sauðfjársamnings kemur fram að fundurinn fagni tilkomu markaðs fyrir greiðslumark í sauðfjárrækt. „Það er von samtakanna að fyrirkomulagi markaðsins verði þannig komið fyrir að ungir bændur verði í forgangi á kaupum á greiðslumarki,“ segir jafnframt í ályktuninni.

Jóna Björg áfram formaður

Ný stjórn var kjörin á fundinum en tveir stjórnarmenn höfðu lokið kjörtímabili sínu, þeir Jóhannes Kristjánsson og Jón Elvar Gunnarsson. Þeim var þakkað gott starf í þágu samtakanna á liðnum árum. Jóna Björg Hlöðversdóttir er áfram formaður en öðru leyti skipa stjórn Samtaka ungra bænda þau Guðmundur Bjarnason, varaformaður, Steinþór Logi Arnarsson, gjaldkeri, Þórunn Dís Þórunnardóttir, ritari og Birgir Örn Hauksson, meðstjórnandi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f