Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Við undirskrift samninga.
Við undirskrift samninga.
Líf og starf 9. júní 2021

Samtök smáframleiðenda matvæla gera tímamótasamning við Eimskip

Í maí tók gildi nýr viðskipta­samningur milli Samtaka smáfram­leiðenda matvæla (SSFM) og Eimskips sem eykur verulega hagkvæmni í innanlandsflutningum félagsmanna.

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SSFM, segir að samtökin hafi farið þess á leit við Eimskip að gera viðskiptasamning um innanlandsflutning sem myndi auka fyrirsjáanleika og tæki sérstaklega til þess að sendingar þeirra væru að jafnaði smáar:

„Við lögðum áherslu á að flutningskostnaður mætti ekki vera hindrun í vegi smáframleiðenda matvæla til að koma vörum sínum í verslanir eða beint til neytenda.“

Hún segir að flutningur sé óum­flýjanlegur hluti af viðskiptum félags­manna sem séu staðsettir um land allt og því mikilvægt að hann dragi ekki úr samkeppnishæfni þeirra.

Pálmar Viggósson, sölustjóri á innanlandssviði Eimskips, segir að hann hafi tekið vel í umleitanir samtakanna.

„Við hjá Eimskip teljum mikil­­vægt að styðja við grasrót matvæla­framleiðenda á Íslandi, enda eru vöruflutningar mikilvægur partur af starfsemi þessara fyrirtækja. Nýr samningur var kynntur félagsmönnum SSFM í lok apríl, bæði skriflega og á rafrænum kynningarfundi og var honum vel tekið.“

Pálmar segir Eimskip vera sérfræðinga í kæli- og frystivöru og því hafa matvæli alltaf verið stór hluti af flutningum fyrirtækisins. „Við tryggjum að matvæli séu flutt á réttan hátt frá móttöku til afhendingar og stöndumst ströng skilyrði um matvælaöryggi,“ segir Pálmar.

„Eimskip er með stærsta dreifi­net landsins, um áttatíu viðkomustaði, sem þýðir að við keyrum hvert á land sem er, sem skiptir fyrirtæki innan samtakanna miklu máli þar sem þau eru staðsett víðs vegar um landið og viðskiptavinahópur þeirra einnig.“

„Við hlökkum til að eiga í góð­um samskiptum og árangursríku samstarfi við þau og fylgjast með þeim vaxa og dafna í framhaldinu,“ segir Pálmar að lokum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...