Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslenskt lambakjöt.
Íslenskt lambakjöt.
Mynd / Odd Stefán.
Fréttir 26. júlí 2019

Samtök bænda telja skorta rökstuðning fyrir innflutningi á lambahryggjum

Höfundur: TB

Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hafa sent frá sér sameiginlega umsögn vegna fyrirhugaðrar reglugerðar sem gengur út á að leyfa innflutning á lambahryggjum á opnum tollkvóta með magntolli sem er 172 kr. á kíló. Þau gagnrýna að innflutningsaðilar fái heimild til þess að flytja inn ótarkmarkað magn af lambahryggjum á því tímabili sem magntollarnir veru lágir og tollkvótar opnir.

Samtökin fengu send drög að reglugerð þann 23. júlí og er einungis veittur fjögurra daga frestur til að gera athugasemdir. Þær eru meðal annars að samtökin telja skort á gögnum sem rökstyðja þörfina á innflutningi. Í umsögninni segir að umsagnaraðilar telji í fyrsta lagi skort á skýrum forsendum fyrir tillögunni eins og hún liggur fyrir. „Fram þurfa að koma upplýsingar um hversu mikið magn er til nú þegar, hversu mikið magn vantar og hvernig verðþróunin í heildsölu hefur verið. Þetta eru allt lykilspurningar og svör við þeim þurfa að fylgja í greinargerð með tillögunni,“ segir í umsögn BÍ og LS.

Engar magntakmarkanir

Í öðru lagi gera umsagnaraðilar verulegar athugasemdir við það að það eru engin takmörk á því magni sem flytja má inn. Þannig getur söluaðili ákveðið að flytja inn á þessu tímabili hryggi sem hann hyggst selja í heilt ár eftir innflutning. „Samtökin telja algjört grundvallaratriði að magnið sé tengt þeim skorti sem er talinn vera.“

Magntollur ekki í samræmi við verðlagsþróun

Í þriðja lagi telja samtökin að það þurfi að vera markvissari forsendur fyrir upphæð magntolls, þ.e. 172 kr/kg. „Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur verið verðhjöðnun í smásölu á lambakjöti síðan 2015 og hafa þarf í huga að innflutningurinn raski ekki verðmyndun á innanlandsmarkaði,“ segir í umsögn LS og BÍ.

Umsögn BÍ og LS

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f