Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ávarpar Búgreinaþing 2022.
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ávarpar Búgreinaþing 2022.
Mynd / HKr
Fréttir 3. mars 2022

Samstíga landbúnaður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Við samruna búgreinafélaganna og Bændasamtaka Íslands urðu til búgreinadeildir innan samtakanna. Hver deild heldur sinn aðalfund sem kallast Búgreinaþing og var fyrst þingið haldið á Hótel Natura 3. og 4. mars síðast liðinn. Um 150 fulltrúar bænda mættu á þingið.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, og Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis ávörpuðu þingið. Fundarstjóri var Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

Gunnar Þorgeirsson sagði við Bændablaðið skömmu fyrir setningu þingsins að þetta væri fyrst búgreinaþing sem haldið hefur verið á grunni sameinaðra bændasamtaka og búgreinafélaganna. „Á þinginu munu búgreinarnar ráða ráðum sínum um þau mál sem snúa að þeirra hagsmunum og þau mál svo send áfram til Búnaðarþings sem verður haldið um næstu mánaðarmót. Ég á mér væntingar um að menn verði málefnalegir í sínum ranni og ræði um áhersluatriði hverrar búgreinar fyrir sig.“

Fæðuöryggi ekki hallæris hugtak í hagmunabaráttu bænda

Í ávarpi sínu sagði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, meðal annars: „Síðustu áratugi hefur umræða um fæðuöryggi verið með þeim hætti að það sé bara eitthvert hallærishugtak sem hagsmunasamtök bænda hafi fundið upp til þess að aðstoða við hagsmunabaráttu. En svo hefur komið á daginn bæði í heimsfaraldri kórónaveiru og núna þegar stríð er í Evrópu, að fæðuöryggi skiptir máli."

Veigamikil atvinnugrein

Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði meðal annars í ávarpi sínu að íslensk matvælaframleiðsla væri grunnstoð samfélagsins og að bændur sinntu lykilhlutverki og væru burðarás atvinnulífsins í fjölmörgum byggðum landsins. Hann sagði að íslenskar landbúnaðarvöru væru í hæstu gæðum og öruggar með tilliti til sýklalyfjaónæmis ásamt því stuðla að innlendu matvælaöryggi.

Nánar verður fjallað um þingið í Bændablaðinu sem kemur út 24. mars.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...