Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Forfeður margra þeirra trjáa sem best þrífast á Íslandi koma frá Noregi. Anne Beathe gróðursetti fjallaþin sem kannski mun þjóna sem Oslóartré Reykvíkinga í framtíðinni.
Forfeður margra þeirra trjáa sem best þrífast á Íslandi koma frá Noregi. Anne Beathe gróðursetti fjallaþin sem kannski mun þjóna sem Oslóartré Reykvíkinga í framtíðinni.
Mynd / Hjördís Jónsdóttir
Líf og starf 26. október 2023

Samstarfi fagnað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skógræktarfólk og áhugafólk um skógarmenningu frá Íslandi og Noregi kom saman í Heiðmörk á dögunum til að fagna áratuga samstarfi þjóðanna í skógræktarmálum.

Anne Beathe var leyst út með bókinni Frændur fagna skógi eftir Óskar Guðmundsson, sem rekur sögu samskipta Noregs og Íslands.

Skógræktarfélag Reykjavíkur bauð þar ráðherrum landanna tveggja að leggja skógrækt lið með gróðursetningu.

Stuðningur Norðmanna við skógrækt á Íslandi á sér langa sögu. Forfeður margra þeirra trjáa sem best þrífast á Íslandi koma frá Noregi og hafa Norðmenn lagt mikið af mörkum til skógarmenningar á Íslandi, m.a. hafa þeir gróðursett um milljón trjáplöntur hér á landi.

Anne Beathe Tvinnereim, ráðherra alþjóðaþróunarmála og norrænnar samvinnu í ríkisstjórn Noregs, kom til landsins af þessu tilefni og gróðursetti í Heimaási í Heiðmörk fjallaþin, sem kannski mun þjóna sem Oslóartré Reykvíkinga í framtíðinni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra gróðursetti íslenskt birki, Heklu.

Að gróðursetningu lokinni fór fram móttaka í Zimsen-húsinu í Heiðmörk þar sem ráðherrarnir fengu gjöf frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, bókina Frændur fagna skógi eftir Óskar Guðmundsson. Bókin rekur sögu samskipta Norðmanna og Íslendinga með áherslu á skiptiferðir skógræktarfólks frá 1949 til 2000.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson gróðursetti rauðblaða íslenskt birkitré, Heklu, sem er afurð plöntuerfðafræðingsins Þorsteins Tómassonar sem hjá honumstendurásamtAnneBeatheTvinnereim,ráðherraalþjóðaþróunarmála og norrænnar samvinnu í ríkisstjórn Noregs.

Skylt efni: Skógrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...