Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís ohf. og Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Garðyrkjuskóla Íslands, undirrita viljayfirlýsinguna.
Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís ohf. og Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Garðyrkjuskóla Íslands, undirrita viljayfirlýsinguna.
Mynd / Aðsend
Fréttir 25. mars 2021

Samstarf Garðyrkjuskóla Íslands og Matís

Höfundur: Ritstjórn

Föstudaginn 19. mars hittust Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Garðyrkjuskóla Íslands, og Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís ohf. en erindið var að ræða framhald á samstarfsverkefnum á vettvangi garðyrkjunnar og ýmsa möguleika þeim tengdum.

Matís hefur í gegnum árin unnið að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að ræktun og landyrkju í samstarfi við bæði innlenda og erlenda aðila. Með aukinni áherslu á umhverfismál, lýðheilsu og sjálfbærni í samfélaginu eykst þörfin fyrir frekari þekkingu og fjölbreyttari starfsemi á þessu sviði. Því standa vonir til þess að aukið samstarf Matís og Garðyrkjuskóla Íslands muni leiða til enn meiri grósku þegar kemur að rannsóknum og nýsköpun á þessum vettvangi. 

Undirrituð var svohljóðandi viljayfirlýsing: 

,,Matís ohf. Kt. 670906-0190 staðfestir hér með vilja sinn til að auka samstarf um rannsóknar- og þróunarverkefni í garðyrkju í samstarfi við forsvarsaðila Garðyrkjuskóla Íslands kt. 560720-0410 og tengdra aðila.

Á undanförnum árum hefur Matís átt samstarf við fjölda aðila á vettvangi íslenskrar garðyrkju og hefur það samstarf einkennst af faglegum metnaði, gagnkvæmu trausti og virðingu í samskiptum.“

Gunnar Þorgeirsson væntir góðs af samstarfinu. ,,Það bíða fjölmörg verkefni úrlausnar og við höfum þá reynslu að innan Matís sé bæði að finna faglega getu og samstarfsgetu. Við hlökkum því til framhaldsins“.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f