Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samstaðan aldrei mikilvægari - Stendur þú með þér, kæri bóndi?
Lesendarýni 15. júní 2022

Samstaðan aldrei mikilvægari - Stendur þú með þér, kæri bóndi?

Höfundur: Guðrún Birna Brynjarsdóttir, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands

Nú hafa verið sendir út greiðsluseðlar til félagsmanna Bændasamtaka Íslands fyrir félagsgjöldum ársins 2022.

Guðrún Birna Brynjarsdóttir

Greiðsluseðlarnir ættu að vera komnir í heimabanka félagsmanna. Greiðsla þessara seðla er lykilforsenda fyrir því að Bændasamtökin geti haldið úti starfi sínu.

Og til hvers, spyrja sumir, hvað gera Bændasamtök Íslands í raun og sann? Svarið er einfalt; Bændasamtökin sinna öflugri hagsmunagæslu fyrir bændur og hefur sú hagsmunagæsla sjaldan ef nokkurn tíma verið eins mikilvæg!

Þeir fordæmalausu tímar þar sem sjálfbærni um fæðuöryggi þjóðar hefur aldrei skipt jafn miklu máli og nú, sýna enn og aftur fram á mikilvægi og nauðsyn þess að Bændasamtökin geti sinnt starfi sínu.

Varið hag bænda og kjör, leitt gerð búvörusamninga, talað fyrir auknum stuðningi, gætt þess að reglugerðir og aðrar lagasetningar íþyngi ekki bændum, gætt hagsmuna bænda í óteljandi fjölda nefnda og ráða, kynnt og talað fyrir gæðum landbúnaðar innanlands og erlendis og gefið út eitt mest lesna dagblað landsins, sem dreift er frítt um land allt, hvar þú ert einmitt að lesa þessa grein. En styrkur samtakanna endurspeglast í getu Bændasamtakanna til að halda úti starfsemi sinni.

Aðild að Bændasamtökunum og greiðsla félagsgjaldanna er þannig beinn stuðningur við hagsmuni félagsmanna. Stendur þú ekki
örugglega með þér sjálfum, kæri bóndi?

Athygli er vakin á því að ekki leggst innheimtukostnaður á kröfuna. Þeir sem vilja skipta greiðslunni geta gert það í heimabanka eða í gegnum þjónustufulltrúa í bankanum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f