Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Arnar Árnason, bóndi á Hranastöðum, var endurkjörinn formaður Landssambands kúabænda.  Mynd / HKr.
Arnar Árnason, bóndi á Hranastöðum, var endurkjörinn formaður Landssambands kúabænda. Mynd / HKr.
Fréttir 1. apríl 2019

Samstaða mikilvæg kúabændum

Höfundur: vilmundur Hansen

Aðalfundur Landssambands kúa­bænda var haldinn um síðustu helgi. Fagþing nautgripa­ræktar­innar var haldið samhliða fundinum. Auk venjulegra aðal­fundarstarfa var farið yfir skýrslu formanns og skýrsluhald í nautgriparækt.


Fundargestir voru sammála um að samstaða kúabænda væri mikilvæg til að standa vörð um hagsmuni stéttarinnar.

Arnar endurkjörinn formaður

Arnar Árnason að Hranastöðum var endurkjörinn formaður Lands­sambands kúabænda á fundinum. Úr stjórninni gekk Pétur Diðriksson að Helgavatni og Jónatan Magnússon að Hóli, Önundarfirði kom inn í hans stað.

Arnar segir að stóru málin á aðalfundinum hafi verið endurskoðun búvörusamninga, framleiðslu­stýringarmál og tollamálin.

„Kúabændur voru búnir að kjósa um framleiðslustýringu fyrir fundinn og ákveða að þeir vilji viðhalda kerfinu í greininni, fyrir fundinum lá að útfæra fyrirkomulagið. Helstu breytingar á kerfinu eru þær að miðað við búvörusamninginn var gert ráð fyrir að stýringarkerfið færi út. Nú er aftur á móti búið að ákveða að halda því áfram og því þarf að breyta samningnum í þá veru. Til þess að svo geti orðið þarf að breyta fyrirkomulagi stuðningsbreiðslnanna.

Kúabændur standa saman

Arnar segir að á fundinum hafi komið greinilegur vilji kúabænda til að standa þéttar saman um að verja hagsmuni sína og bændastéttarinnar í heild.

„Ég fór yfir þetta í minni ræðu og fundarmenn tóku  undir þetta og að við þyrftum að berja í brestina eins og kom skýrt fram í kvótakosningunni þar sem útkoman var mjög skýr.“

Tollamálin eru risastór málaflokkur fyrir allan landbúnað en ekki bara kúabændur og nautgriparækt, segir Arnar.

„Tollverndin hefur rýrnað að verðgildi og er hætt að halda og tilgangslaust að hafa tolla ef þeir virka ekki. Við viljum því fara í þá vinnu með stjórnvöldum enda höfum við fundið fyrir skilningi úr þeirri átt að undanförnu.“

Samþykkt að hækka félagsgjöld

Á fundinum var samþykkt að hækka félagsgjald til LK um 10%, eða úr 0,30 krónur á lítra í 0,33 krónur á lítra mjólkur sem lagður er í afurðastöð og úr 500 krónur á grip í 550 krónur á grip í UN, KU og K flokkum sem slátrað er í afurðastöð, utan úrkasts.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...