Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu sem flokkast í áhættuflokk 1, með það að markmiði að koma þessum málum í viðeigandi úrvinnslu eða förgun.

Verkefnið er sett af stað af frumkvæði matvælaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis í samstarfi við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra til að bregðast við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA sem og úrskurði EFTA dómstólsins um að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt EES-samningnum varðandi frágang á þessum dýra- leifum. Gert er ráð fyrir að tillagan verði tilbúin í byrjun sumars.

Í tilkynningu frá ráðuneytunum kemur fram að aukaafurðir úr dýrum flokkist í þrjá áhættuflokka sem segja til um meðhöndlun svo tryggja megi öryggi lokaafurðar og leyfilega notkun hennar. Blandist efni úr áhættuflokkunum saman falli öll blandan í sama áhættuflokk og áhættamesta efnið í blöndunni er flokkað í. Almenna reglan sé sú að ábyrgðin á frágangi dýraleifa sem úrgangs liggi hjá þeim rekstraraðilum þar sem úrgangurinn fellur til.

Sveitarstjórnir bera svo ábyrgð á fyrirkomulagi söfnunar á þessum úrgangi og viðeigandi farvegi, auk þess að þurfa að sjá til þess að starfræktar séu móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir dýraleifarnar. Sérstakar reglur gilda um hræ af dýrum sem felld eru að fyrirskipun stjórnvalda til að hindra útbreiðslu sjúkdóma og ber ríkið þá ábyrgð.

Tillagan verður unnin í samstarfi við finnska ráðgjafarfyrirtækið GMM með fyrirmyndir frá Finnlandi og Noregi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f