Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Samræma þarf verklag hjá opinberum stofnunum
Fréttir 22. september 2015

Samræma þarf verklag hjá opinberum stofnunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu hefur skilað tilögum sínum til umhverfisráðherra. Í skýrslunni er niðurstöðum hópsins skipt í þrjá meginflokka.

Í fyrsta lagi er fjallað um forsendur skipulags og ákvarðanatöku um landnotkun. Telur starfshópurinn meðal annars brýnt að samræma verklag hjá opinberum stofnunum við öflun, skráningu, viðhald og miðlun landupplýsinga á Íslandi. Þá er lagt til að ríkið móti sér eigendastefnu um nýtingu og aðra ráðstöfun landareigna í þess eigu. Þannig hljóðar upphaf fréttar á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Í öðru lagi er fjallað um mikilvægi stefnumörkunar og lögleiðingar áætlana fyrir ólíka málaflokka, svo sem landbúnað, landgræðslu, skógrækt og ferðaþjónustu. Slíkar áætlanir fælu í sér stefnumótun til langs tíma og framkvæmdaáætlanir til skemmri tíma. Leggur starfshópurinn til að mótuð verði stefna um stuðning ríkisins í þágu sjálfbærrar landnýtingar og náttúruverndar.

Loks er fjallað um stefnumörkun sem snýr meðal annars að sveitarfélögum. Leggur starfshópurinn til að hvert sveitarfélag móti sér stefnu um uppskiptingu bújarða, með hliðsjón af flokkun landbúnaðarlands, jarðalögum og eigin atvinnustefnu. Enn fremur þurfi að fjalla um loftslagsbreytingar, möguleg áhrif þeirra, aðlögun og mótvægisaðgerðir í áætlunum á vegum ríkis og sveitarfélaga, þar með talið í skipulagsáætlunum og áætlunum fyrir ólíka málaflokka.

Starfshópinn skipuðu þau Björn Helgi Barkarson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Einar Jónsson, Níels Árni Lund og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...