Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Samráð vegna endurheimtar votlendis
Fréttir 17. nóvember 2014

Samráð vegna endurheimtar votlendis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur boðað hagsmuna- og fagaðila til samráðs um mótun aðgerðaáætlunar varðandi endurheimt votlendis. Aðgerðaáætlunin er liður í stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og náttúruvernd.

Á vef Umhverfisráðuneytisins segir að markmið starfsins verður að kortleggja nánar hvaða svæði koma til greina til endurheimtar votlendis án þess að skaða hagsmuni annarrar landnotkunar. Jafnframt er ætlunin að móta aðferðafræði til að forgangsraða slíkum svæðum m.a. með tilliti til ávinnings fyrir lífríki, losun gróðurhúsalofttegunda, hagræns ávinnings landeiganda og kostnaðar. Svæði þar sem lítil eða engin landbúnaðarnot eru nú eru dæmi um svæði sem henta vel og yrði ávinningur fyrir vistkerfið.

Votlendi eru mikilvæg vistkerfi sem veita víðtæka þjónustu, ss. við miðlun vatns, sem búsvæði fugla og ekki síst á sviði loftslagsmála. Ísland hefur því beitt sér fyrir því að endurheimt votlendis telji sem mótvægisaðgerð gegn losun gróðurhúsalofttegunda innan Kyoto bókunar Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og liggur nú fyrir alþjóðasamþykkt þess efnis.

Til samráðsins hafa verið boðaðir fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landgræðslu ríkisins, Bændasamtökum Íslands og Fuglavernd.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...